is / en / dk

09. Apríl 2019


Skólanefnd Tónlistarskóla Eyjafjarðar auglýsir lausa til umsóknar stöðu skólastjóra Tónlistarskóla Eyjafjarðar frá og með 1. ágúst 2019. Skólastjóri starfar náið með skólastjórum Þelamerkurskóla, Hrafnagilsskóla og Grenivíkurskóla.
 

Hæfnikröfur:

  • Háskólamenntun á sviði á tónlistar.
  • Menntun og reynsla á sviði stjórnunar er æskileg.
  • Reynsla af tónlistarkennslu og tónlistarflutningi.
  • Áhugi á skólaþróun.
  • Hugmyndaauðgi og framsýni.
  • Góð hæfni í mannlegum samskiptum.
     

Tónlistarskóli Eyjafjarðar var stofnaður 1988. Þau sveitarfélög sem standa að skólanum eru Hörgársveit, Eyjafjarðarsveit og Grýtubakkahreppur. Starf skólans er samtvinnað grunnskólastarfi sveitarfélaganna þriggja. Skólinn hefur aðsetur í Hrafnagilsskóla en einnig eru kennslustöðvar í Þelamerkurskóla og á Grenivík. Nemendafjöldi er um 120 nemendur, kennt er samkvæmt aðalnámskrá tónlistarskólanna og eru 10 kennarar við skólann. Nánari upplýsingar veitir Eiríkur G. Stephensen s. 868 3795 eða á netfangið es62@simnet.is.
 

Umsóknarfrestur til 17. apríl 2019. Umsóknum, ásamt ferilskrá, skal skila á netfangið umsokn@esveit.is.

 

 

Tengt efni