is / en / dk

23. Maí 2019

Tónskóli Neskaupstaðar óskar eftir að ráða trommukennara í 50% starf skólaárið 2019 - 2020.

Tónskóli Neskaupstaðar er rekinn af sveitarfélaginu Fjarðabyggð, við skólann starfa 6 kennarar og er nemendafjöldi á vorönn 110 nemendur. Skólinn er vel búinn hljóðfærum, tækjum og tólum og er í sér húsnæði á neðstu hæð í grunnskólanum í bænum, Nesskóla og er mikið og gott samstarf á milli skólanna. Kennsluaðstaða og bókakostur er eins og best verður á kosið og hefur hver kennari sér kennslustofu til umráða. Kennt er á flest algengustu hljóðfæri,við skólann er starfandi Blásarasveit sem bæði er skipuð núverandi og fyrrverand nemendum skólans og einnig eru innan skólans starfandi samspilshópar og hljómsveitir. Við leitum að áhugasömum kennara með kennslureynslu og metnað fyrir starfinu, kennara sem á gott með að starfa með nemendum á öllum aldri, bæði í einkakennslu og í hópastarfi.

Nánari uppl. veitir skólastjóri, Egill Jónsson í símum; 896 6736 og 477 1367 Netfang skólans er; tonnes@fjardabyggd.is
 

 

Tengt efni