is / en / dk

Félag kennara og stjórnenda í tónlistarskólum skiptist í þrjár svæðadeildir:

Stjórn:

Íris Erlingsdóttir irise@simnet.is Söngskólinn í Reykjavík
     

 

Stjórn:

Gillian Haworth toner@fjardabyggd.is Tónlistarskóli Eski- og Reyðarfjarðar
Helga Kvam helgakvam@gmail.com Tónlistarskóli Eyjafjarðar
Valdimar Másson valdimarm@internet.is Tónlistarskóli Fáskrúðsfjarðar og Stöðvarfjarðar

 

Stjórn:

Bjarney Ingibjörg Gunnlaugsdóttir bjarney.ingibjorg@tonis.is Tónlistarskóli Ísafjarðar
Gunnar B. Ringsted ringo1@simnet.is Tónlistarskólinn á Akranesi
Sigríður Havsteen Elliðadóttir siggaell@gmail.com Tónlistarskólinn á Akranesi

Reglur KÍ um úthlutun styrkja til svæðafélaga og félagsdeilda aðildarfélaga KÍ.
 

Starfsreglur svæðadeilda

Meginmarkmið svæðadeilda:

 • Að efla svæðisbundið félagsstarf og samráð milli svæða.
 • Að styrkja stöðu tónlistarfræðslu í landinu – t.d. með auknum sýnileika.
   

Stjórnir svæðadeilda:

 • Stjórnir svæðadeilda eru skipaðar þremur mönnum og þar af er einn formaður.
 • Stjórnarfundir eru haldnir svo oft sem þurfa þykir en þó eigi sjaldnar en tvisvar á ári.
 • Stjórnarfundir skulu bókfærðir og fundargerðir sendar til stjórnar FT. Kjörtímabil stjórnar er fjögur ár.
   

Hlutverk stjórna:

Stjórnir svæðadeilda eru tengiliðir milli svæðadeilda og stjórnar og nefnda FT. Hver svæðadeild vinnur með stjórn FT og skrifstofu félagsins að undirbúningi og skipulagningu svæðisþinga tónlistarskóla, funda og námskeiða fyrir trúnaðarmenn og annarra svæðisbundinna viðburða. Stjórnir svæðadeilda gera tillögu um fulltrúa á þing KÍ og á aðalfund FT í samráði við stjórn FT. Stjórnir svæðadeilda gera sínar starfsáætlanir að öðru leiti.
 

Hlutverk formanns:

 • Formaður svæðadeildar boðar stjórnarfundi, annast dagskrá þeirra og stýrir fundum.
 • Fyrir 1. maí ár hvert skal formaður senda skrifstofu FT yfirlit yfir starfsemi svæðadeildarinnar undangengið skólaár.
   

Um stjórnarkjör:

Um kosningu í stjórnir svæðadeilda fer skv. gr. 8 í lögum FT. Stjórnir svæðadeilda auglýsa eftir framboðum og tilnefningum til stjórnarsetu.
 

Aðstaða:

Svæðadeildir hafa aðgang að skrifstofu FT, starfsmönnum félagsins og fundaraðstöðu í húsnæði Kennarasambands Íslands. Þá heldur félagaskrá KÍ utan um félagsmenn í hverri svæðadeild.
 

Rekstrarframlag svæðadeildar getur runnið til eftirtalinna þátta: 

 • Kostnaður vegna stjórnarfunda, deildarfunda, námskeiða og fræðslufunda með félagsmönnum (húsnæði, veitingar ofl.)
 • Ferðakostnaður stjórnarmanna skv. reglum KÍ.
 • Laun/þóknanir til stjórna svæðadeilda fyrir fundarsetu og önnur störf í þágu svæðadeildar.
 • Þóknanir til fyrirlesara á fræðslufundum, námskeiðum eða á öðrum viðburðum.
 • Rekstrarkostnaður, s.s. póstburðargjöld, símakostnaður, pappír, prentun, auglýsingar.
 • Önnur verkefni/viðburðir sem stjórn svæðadeildar ákveður og er í þágu starfseminnar.
   

Tengt efni