is / en / dk

Fræðslufundur um eftirlaun og lífeyrisréttindi

Verður haldinn þriðjudaginn 21. nóvember 2017, kl. 16:30-18:30, í fundarsal LSR, Engjateigi 11, Reykjavík.

Ath. að skráningu á fundinn er lokið

Fundurinn er fyrir þá félagsmenn KÍ sem eru að nálgast töku eftirlauna, 60 ára og eldri, og er hann haldinn í samstarfi við BRÚ - lífeyrissjóð starfsmanna sveitarfélaga og Lífeyrissjóð starfsmanna ríkisins.

Dagskrá og fyrirkomulag

 

Fræðslunámskeið KÍ um starfslok

Verður haldið þriðjudaginn 28. nóvember 2017, kl. 15:30-18:30, í fundarsal heimavistar Menntaskólans á Egilsstöðum.

Námskeiðið er fyrir þá félagsmenn KÍ sem eru að nálgast töku eftirlauna, um félagslegar og heilsufarslegar hliðar starfsloka vegna aldurs.

Námskeiðið er haldið í samstarfi við fræðslufyrirtækið Auðnast, og sjá þær Hrefna Hugósdóttir hjúkrunar- og fjölskyldumeðferðarfræðingur og Ragnhildur Bjarkadóttir B.s. í sálfræði og fjölskyldumeðferðarfræðingur um fræðsluna. 

Skráningargjald á námskeiðið er kr. 5.000 kr. og greitt með kreditkorti. Þeir sem mæta á námskeiðið fá gjaldið endurgreitt.

Frestur til að skrá sig er til og með mánudagsins 20. nóvember.

Dagskrá og fyrirkomulag.

 

Tengt efni