is / en / dk

Annað tölublað Skólavörðunnar 2017 er komið út. Í blaðinu er að finna fjölbreytt efni um skóla- og menntamál. Skólavörðunni verður dreift til félaga KÍ á næstu dögum en ritið má einnig lesa í vefútgáfu á vef Kennarasambandsins. Þá er minnt á vef Skólavörðunnar en þar munu stakar greinar úr blaðinu birtast á næstu vikum. 


Meðal efnis í blaðinu að þessu sinni: 

Bílgreinar í hringiðu breytinga

Við horfum fram á byltingu í heimi bílgreina og það hefur áhrif á kennslu í greininni. Tvinn-, tengitvinn-, rafmagns- og metanbílar eru komnir á götuna og bifvélavirkjar þurfa að kunna á þá alla. Skólavarðan heimsótti Borgarholtsskóla af þessu tilefni. 

Spjaldtölvurnar í Kópavogi

Þrjú þúsund grunnskólanemar í Kópavogi hafa fengið afhentar spjaldtölvur til að nota í skólanum. Spjaldtölvuverkefnið þykir ganga vel og nemendur kveðast ánægðari og áhugasamari í skólanum. Þá þykir spjaldtölvan auka möguleika á einstaklingsmiðuðu námi.  

 

Vertu það sem þú vilt að aðrir verði 

Dr. Zachary Walker, fræðimaður og kennari, segir snjalltæki bjóða upp á alls konar möguleika í skólastofunni og einmitt þar þurfi að kenna nemendum að umgangast þessi tæki. Walker var aðalfyrirlesari á Skólamálaþingi KÍ á Alþjóðadegi kennara, 5. október. 

 

Eitthvað við starfið sem heillar

Sigurbjörg Bjarnadóttir og Sigrún Helga Snæbjörnsdóttir, grunnskólakennarar í Síðuskóla, segja frá starfi sínu hvernig það hefur breyst, til dæmis með tilliti til tæknibyltingar. Þær tala líka um álag og kulnun sem getur fylgt kennarastarfinu. 

 

 

 

 

 

 

 

Tengt efni