is / en / dk

22. Janúar 2018

Vekjum athygli á mikilvægum námskeiðum fyrir öryggistrúnaðarmenn og öryggisverði í skólum. 

Vinnueftirlitið stendur fyrir námskeiðum fyrir öryggistrúnaðarmenn og öryggisverði í leikskólum, grunnskólum, tónlistarskólum og framhaldsskólum.

Á námskeiðinu er farið yfir helstu málaflokka sem varða vinnuumhverfi starfsmanna í skólum, svo sem hávaða, lýsingu, inniloft, efnahættur, líkamlega áhættuþætti, félagslega og andlega áhættuþætti, heilsuvernd á vinnustað, atvinnusjúkdóma, vinnuslys og slysavarnir. Vinnuverndarlögin (46/1980) eru kynnt sem og helstu reglur sem settar eru í samræmi við þau. Auk þess er fjallað um áhættumat en árið 2003 voru sett inn í vinnuverndarlögin ákvæði um að atvinnurekandi beri ábyrgð á að gert sé sérstakt skriflegt áhættumat þar sem áhætta í starfi er metin með tilliti til öryggis og heilsu starfsmanna.

 • Það sem ávinnst með námskeiðinu er stóraukin þekking á vinnuverndarmálum og tækifæri á að bæta hjá sér vinnuumhverfið, fækka slysum og veikindadögum, stuðla almennt að betri líðan starfsmanna.

Hvert námskeið stendur í tvo daga, frá kl. 9.00 til 16.00.

Skólastjórnendur eru beðnir að skrá öryggistrúnaðarmenn og öryggisverði í skólunum á námskeiðin á heimasíðu Vinnueftirlitsins

Námskeiðslýsing. 

Námskeiðsgjald á mann er kr. 20.000. Bent er á að námskeið Vinnueftirlitsins fyrir öryggistrúnaðarmenn og öryggisverði eru á kostnað atvinnurekanda, sbr. 8. og 9. gr. laga nr. 46/1980 um aðbúnað, hollustuhætti og öryggi á vinnustöðum.

 

Námskeið á höfuðborgarsvæðinu

Húsnæði Vinnueftirlitsins, Dvergshöfða 2, 110 Reykjavík.

 • 30. og 31. janúar 2018
 • 21. og 22. febrúar 2018
 • 12. og 13. mars 2018
   

Námskeið utan höfuðborgarsvæðis

 • 24. og 25. janúar, Tjarnarbraut 19, Egilsstöðum.
 • 30. og 31. janúar, Sæunnargötu 2a, Borgarnesi.
 • 31. janúar og 1. febrúar, Viska Strandvegi 50, Vestmannaeyjum.

Febrúar

 • 6. og 7. febrúar, Austurvegi 56, Selfossi.
 • 20. og 21. febrúar, Garðarsbraut 26, Húsavík.
 • 22. og 23. febrúar, Skipagötu 14, 4. hæð, Akureyri.
 • 27. og 28. febrúar, Tjarnarbraut 19, Egilsstöðum.

Mars

 • 5. og 6. mars, Skipagötu 14, 4.hæð, Akureyri.
 • 12. og 13. mars, Icelandair Hotels, Klettsvegi 1, Vík í Mýrdal.
 • 13. og 14. mars, Þverbraut 1, Blönduósi.
 • 21. og 22. mars, Krossmóa 4, Keflavík.

Apríl

 • 9. og 10. apríl, Víkurbraut 4, (Afl starfsgreinasamband) Höfn.
 • 9. og 10. apríl, Aðalstræti 107, Patreksfirði.
 • 12. og 13. apríl, Fræðslumiðstöð Vestfjarða, Suðurgötu 12, Ísafirði.

 

 

Tengt efni