is / en / dk

20. Apríl 2018

Öflug málefnavinna fór fram á 7. Þingi Kennarasambands Íslands. Stefnur, ályktanir og samþykktir voru afgreiddar og þar má finna margt áhugavert. Í fyrstu umferð er hér gerð grein fyrir helstu ályktunum en þær má allar finna á vef KÍ

Ályktun um skólamál
Skóli og menntun á að vera fyrir alla nemendur og markmið laga um skólastigin og aðalnámskráa var að setja hagsmuni nemenda á i forgrunn, menntun, þroska, farsæld og skólagöngu. Þingið telur margt vera ógert við að koma lögum og aðalnámskrám í framkvæmd. Einnig vantar mikið upp á hér á landi að kennarastarfið sé metið að verðleikum en samtímis greina viðhorfskannanir frá mikilvægi menntunar og menntakerfisins fyrir framtíð einstaklinga og samfélags. Áhersla er lögð á að skapa einhug um gæði menntunar og efla samvinnu um menntamál á Íslandi. Ályktunin er yfirgripsmikil og eru félagsmenn í KÍ hvattir til að kynna sér hana.
Ályktunin í heild

 

Ályktun um laun kennara
Skorað er á ríki og sveitarfélög að gera laun kennara samkeppnisfær við laun annarra sérfræðinga á opinberum og almennum markaði. Stórsókn í menntamálum eru orðin tóm nema laun kennara verði gert samkeppnishæf.
Ályktunin í heild

 

Ályktun um raddheilsu kennara
Þing KÍ lýsir yfir áhyggjum vegna versnandi raddheilsu kennara en röddin er vinnutæki kennara og mikilvægt að vinnuaðstæður taki mið af verndun hennar. Skorað er á ríki, sveitarfélög og aðra rekstraraðila skóla í samvinnu við KÍ að taka höndum saman og hrinda í framkvæmd aðgerðum sem stuðla að verndun raddar kennara á öllum skólastigum.
Ályktunin í heild

 

Ályktun um verkferla vegna kynferðislegs áreitis, ofbeldis og mismununar
Útbúa skal verkferla vegna tilkynninga um kynferðislegt áreiti, kynferðisofbeldi og kynbundna mismunum gegn félögum og starfsfólki KÍ. Verkferlarnir skulu kynntir vel og vera aðgengilegir.
Ályktunin í heild

 

Ályktun um öryggi og tryggingar kennara vegna ábyrgðar þeirra á nemendum
Kallað er eftir því að rekstraraðilar menntastofnanna gangist við þeirri ábyrgð sem vinnuveitandi ber á starfsmönnum og nemendum skóla. Félagsmenn KÍ hafna því að bera persónulega ábyrgð á slysum og tjóni sem nemendur verða fyrir. Vinnuumhverfisnefnd skuli leita eftir lögfræðiáliti varðandi ábyrgð og tryggingar við ýmsar starfsaðstæður félagsmanna KÍ.
Ályktunin í heild

Tengt efni