is / en / dk

Vorútgáfa Skólavörðunnar er komin út, stútfull af áhugaverðu efni um skóla- og menntamál. Við hvetjum alla félaga til að lesa Skólavörðuna. 

Fyrsta tölublað Skólavörðunnar 2019 er komið út. Í blaðinu er að finna fjölbreytt efni um skóla- og menntamál, viðtöl, úttektir og aðsendar greinar. Dreifing Skólavörðunnar í alla skóla landsins er hafin en einnig má lesa Skólavörðuna í vefútgáfu og þá verða stakar greinar birtar á vef Skólavörðunnar næstu vikurnar. 

Njótið vel!
 

Skólavarðan í pdf-formi
 

Meðal efnis í blaðinu að þessu sinni: 

 

Ekki lengur hægt að bíða af sér tæknina

Ingvi Hrannar Ómarsson er kennsluráðgjafi í tækni, nýsköpun og skólaþróun hjá Sveitarfélaginu Skagafirði. Ingvi Hrannar telur að skólastjórnendur og sveitarstjórnarfólk geti ekki lengur beðið af sér tæknina. Hann segist ekki hafa hugmynd um hvernig skólastofan verði árið 2050 og „það er svo spennandi“. 

Þar sem glaðir spekingar leika og læra

Heimspeki skipar stóran sess í starfi leikskólans Lundarsels á Akureyri. Börnin læra að greina hugmyndir sínar, koma auga á áður óþekkt tengsl og verða færari í að mynda sér sjálfstæðan skoðun. Skólavarðan ræddi um heimspeki við Björgu Sigurvinsdóttur leikskólastjóra og Jóhann Friðjónsson leiðbeinanda. 

Börn vilja fikta, skoða og snerta

Fjóla Þorvaldsdóttir, sérkennari í leikskólanum Álfaheiði, segir mikilvægt að börn fá tækifæri til að tileinka sér tæknina í gegnum leik. Spjaldtölvur skila að hennar reynslu og áliti fjölbreyttu og skapandi skólastarfi. Skólavarðan fylgdist með hvernig nota má spjaldtölvur til málörvunar.  

Þrautseigja, lausnamiðun og sköpun

Anna María Þorkelsdóttir, kennsluráðgjafi í Hörðuvallaskóla í Kópavogi, segir frá því hvernig gengur að innleiða nýja kennsluhætti í skólanum. Hennar hlutverk er meðal annars að aðstoða kennara þegar kemur að hæfniviðmiðum og hvernig má nýta tæknina enn betur í allri kennslu. 

Eigum að hætta að tala niður verknám

Það er enginn barlómur í Verkemenntaskólanum á Akureyri. Aðsókn í skólann er góð og nemendur í vetur nær þúsund talsins. Baldvin Ringsted, sviðsstjóri iðn- og verknáms, segir enga ástæðu til að kvarta á meðan aðsókn að grunndeildum er jafngóð og raun ber vitni. 

 

 

 

 
 

Tengt efni