is / en / dk

Félagsmenn í KÍ eru hvattir til að kynna sér orlofskosti sambandsins á Orlofsvefnum. 

Við bókanir orlofshúsa er farið eftir punktastöðu félagsmanna fyrstu dagana sem bókanir eru opnar. Félagsmenn geta skoðað punktastöðu sína á Orlofsvefnum.

Athugið að þriðjudaginn 28. maí kl. 18:00 verður þeim húsum sem ekki hafa leigst í vikuleigu, breytt í flakkara og frá þeim tíma verður hægt að bóka eina nótt í flakkaraeignum.
 

HAGNÝTAR UPPLÝSINGAR

Punktum fyrir 2018 hefur verið bætt við punktastöðu hvers og eins félagsmanns. Hægt er að sjá punktastöðu á Orlofsvefnum á Síðan mín / mínar upplýsingar. Heimilt er að kaupa allt að 24 orlofspunkta á ári. Verðgildi hvers punkts er kr. 500 eða kr. 12.000 alls. Senda þarf skriflega beiðni til Orlofssjóðs eða hringja á skrifstofu.

Sumarið 2019 eru eignir leigðar bæði í viku- og flakkaraleigu. Vikuleiga er frá föstudegi kl. 16:00 til næsta föstudags kl. 12:00. Fram til 28. maí eru eignir í flakkaraleigu leigðar í tveggja nátta lágmarksleigu og að auki í fastri helgarleigu, frá föstudegi kl. 16:00 til sunnudags kl. 12:00.

Opnað verður fyrir bókanir á tímabilinu 30. ágúst 2019 - 7. janúar 2020 í lok maí/byrjun júní.
 

 

 

Tengt efni