Félag sérkennara á Íslandi
Fræðsludagur félagsins var haldinn á Grand Hótel mánudaginn 25. nóvember sl. Hann var í senn fróðlegur, frábær og spennandi. Lilju Alfreðsdóttur var tíðrætt um jöfn tækifæri til náms og er svo sannarlega hægt að fullyrða að allir þátttakendur fræðsludagsins vinna að því á hverjum degi að jafna tækifæri nemenda. Hún talaði líka um mikilvægi sérkennara í skólastarfinu og hversu mikilvæg snemmtæk íhlutun er til að jafna tækifæri allra nemenda til náms. Hanna Rún kynnti fyrir okkur hana Emmu sem var svo dásamleg að leyfa okkur að sjá hvernig hún nýtir augnstýribúnað í náminu og til tjáskipta. Hanna Rún kynnti okkur fyrir forritið Snap Core First, en fljótlega verður stigið risastórt skref fram á við þegar forritið kemur út á íslensk...
  Aðalfundur Félags sérkennara á Íslandi verður haldinn mánudaginn 25.nóvember 2019, kl. 8.30  á Grand hótel í Reykjavík. á dagskrá eru hefðbundin aðalfundarstörf. Dagskrá:  a)    Kosning fundarstjóra b)    Skýrsla stjórnar flutt af formanni c)    Reikningar síðasta árs lagðir fram til samþykktar d)    Ákvörðun félagsgjalda e)    Lagabreytingar f)     Kosning formanns g)    Kosning stjórnar og tveggja varamanna h)    Kosning skoðunarmanna reikninga i)     Kosið í fræðslunefnd j)     Kosið í uppstillingarnefnd k)    Önnur mál l)     Fundarslit Að loknum aðalfundi verður haldinn fræðsludagur FÍS. Sjá má hér hans. Nauðsynlegt er að    
Hulda Karen Daníelsdóttir og Sigríður Ólafsdóttir fjalla um leiðir til að efla kennara í að vinna með orðaforða og læsi og Rannveig Lund kynnir nýtt námsefni sem styður við slika vinnu.   Námskeiðið fer fram í Varmárskóla í Mosfellsbæ frá klukkan 9-16 miðvikudaginn 9.ágúst 2017. Námskeiðsgjald: Skuldlausir félagsmenn FÍS frá frítt, aðrir kr.4.000.- Athugið að ekki verður posi á staðnum, staðgreiða þarf þátttökugjaldið. Skráning er á netfangið  fyrir kl. 12:00  25.júli 2017.  Gefa þarf upp nafn og kennitölu.  
Sigríður Ólafsdóttir, sérkennari  er heiðursfélagi Félags íslenskra sérkennara árið 2016.   Sigríður, varð stúdent frá MR 1969, lauk kennaraprófi frá Kennaraskóla Íslands 1971 og heyrnleysingjakennaraprófi við Kennaraháskólann í Stokkhólmi 1983. Síðan þá hefur hún sótt fjölda endurmenntunarnámskeiða í sínu fagi. Hún hefur í áratugi starfað við lestrarkennslu, sérkennslu, talkennslu og kennslu heyrnardaufra.  Hún hefur m.a.  sinnt kennslu við Heyrnleysingjaskólann og Flataskóla í Garðabæ.  Sigríður Ólafsdóttir samdi m.a.  lestrar- og málþjálfunarefnið Lesum lipurtsem ætlað er nemendum í 1. til 6. bekk, Markmiðið með verkefnunum var  þjálfa grunntækni lestrar með áherslu á réttar augnhreyfingar, svo lesturinn gæti orðið bæði lipur...
Aðalfundur FÍS, sem haldinn var á Grand Hótel í Reykjavík 21.nóvember 2016, sendir frá sér eftirfarandi ályktun: Félagsmenn FÍS skora á samninganefndir Sambands íslenskra sveitarfélaga og Félags grunnskólakennara að beita sér fyrir verulegum kjarabótum sérkennara, varðandi vinnuálag og launakjör. Við mótmælum eindregið að sérkennarar hafa dregist aftur úr í kjörum miðað við annað sérfræðimenntað fagfólk í skólum undanfarin ár og krefjumst leiðréttingar á því. Minnt er á að áður fyrr hafi laun sérkennara verið þau sömu og laun náms- og starfsráðgjafa en nú eru laun þeirra 2 launaflokkum hærri en sérkennara. Þá voru laun sérkennara hærri en laun umsjónarkennara en eru nú þau sömu. Einnig hefur kennsluskylda sérkennara verið aukin og þv...
Á aðalfundi Félags íslenskra sérkennara 21 nóvember 2016,  var ný stjórn kjörin. Sædís Ósk Harðardóttir var endurkjörinn formaður félagsins.  Aldís Ebba Eðvaldsdóttir og Sigrún Huld Auðunsdóttir sitja áfram í stjórninni en nýjar koma inn þær Jónína Rós Guðmundsdóttir og Kristín Arnardóttir.  Anna-Lind Pétursdóttir og Ragnhildur Pála Ófeigsdóttir, fara úr stjórn en taka sæti sem varamenn í stjórn.  
Félag íslenskra sérkennara efnir til fræðsludags mánudaginn 21. nóvember 2016 á Grand Hótel í Reykjavík   Dagskráin er öllum opin Gjald fyrir fræðsludag og kaffi:  Félagsmenn FÍS kr.  4.000.-  Utanfélagsmenn kr.7.000.-     Athugið að ekki verður posi á staðnum, staðgreiða þarf þátttökugjaldið. Félagsmenn KÍ geta sótt um styrk í Vonarsjóð vegna þátttöku á fræðsludegi. Skráning er á netfangið  fyrir kl. 12:00  föstudaginn 19. nóvember 2016.  Gefa þarf upp nafn og kennitölu.  
Ráðstefnan Frá hömlun til hæfni verður haldin á Grand hótel 9. og 10. september 2016 á vegum norrænu sérkennarasamtakanna NFSP. Markmið ráðstefnunnar er að skoða eflandi leiðir í starfi og skipulagi nemenda með sérþarfir í námi. Markhópur ráðstefnunnar eru þeir sem koma að kennslu nemenda með sérþarfir; sérkennarar, kennarar, leikskólakennarar, framhaldsskólakennarar, þroskaþjálfar, iðjuþjálfar, sálfræðingar, námsráðgjafar, stjórnendur, starfsfólk ráðuneyta og aðstandendur. Fyrirlesarar og málstofuhaldarar verða frá Norðurlöndunum, Bandaríkjunum og Íslandi. Mikil vinna hefur verið lögð í undirbúning þessara ráðstefnu og mikið lagt í að fá hingað færustu sérfræðinga sem völ er á. Það er von samtakanna að hún nýtist fagfólki og aðstandendu...
Það er ekki öll sérkennsla „sér-kennsla“ Á dögunum birtust tölulegar upplýsingar um sérkennslu í skólum landsins. Hagstofan heldur utan um þessar upplýsingar sem hún hefur frá öllum grunnskólum landsins og birtir árlega. Árin 2014-2015 er hlutfall nemenda grunnskóla sem fengu sérkennslu eða stuðning  28.4% eða 12.263 nemendur. Í skýrslu Hagstofunnar kemur fram að skólaárið 2014-2015 hafi 49.054 klukkustundum á viku verið varið  til sérkennslu og stuðnings í grunnskólum og hafa ekki verið fleiri síðan að formleg upplýsingaöflun hófst. Nú er mikilvægt að rýna í þessar tölur og greina á milli og velta þessari aukningu fyrir sér. Er sérkennsla og „sér-kennsla“ það  sama?  Nei það er það ekki. Sérkennsla felur það í sér að sérkennari ...
Hér er að finna dagskrá og upplýsingar fyrir NFSP sérkennsluráðstefnuna sem verður á Grand Hótel Reykjavík 9. og 10. september 2016.