Félag sérkennara á Íslandi
15. Mars 2016

Ráðstefnan Frá hömlun til hæfni verður haldin á Grand hótel 9. og 10. september 2016 á vegum norrænu sérkennarasamtakanna NFSP. Markmið ráðstefnunnar er að skoða eflandi leiðir í starfi og skipulagi nemenda með sérþarfir í námi. Markhópur ráðstefnunnar eru þeir sem koma að kennslu nemenda með sérþarfir; sérkennarar, kennarar, leikskólakennarar, framhaldsskólakennarar, þroskaþjálfar, iðjuþjálfar, sálfræðingar, námsráðgjafar, stjórnendur, starfsfólk ráðuneyta og aðstandendur. Fyrirlesarar og málstofuhaldarar verða frá Norðurlöndunum, Bandaríkjunum og Íslandi. Mikil vinna hefur verið lögð í undirbúning þessara ráðstefnu og mikið lagt í að fá hingað færustu sérfræðinga sem völ er á. Það er von samtakanna að hún nýtist fagfólki og aðstandendum barna með sérþarfir sem best

Fyrirlesarar og málstofuhaldarar á ráðstefnunni eru:

Dr. Douglas Fuchs og dr. Lynn FuchsDouglas Fuchs og Lynn Fuchs eru bæði prófessorar í sérkennslu og þroskasálfræði við Vanderbilt háskóla. Þau hafa gert víðtækar rannsóknir á matsaðferðum til að auðvelda skipulag kennslu og á kennsluaðferðum til að bæta lestrar- og stærðfræðifærni nemenda með námserfiðleika. Gagnreyndar aðferðir þeirra eru notaðar víða í Bandaríkjunum við lestrar- og stærðfræðikennslu, þar á meðal PALS aðferðir, námsskrártengdar mælingar og sértækari aðferðir til að styðja við nám nemenda með námserfiðleika. Hvor rannsakandinn um sig hefur birt meira en 350 vísindagreinar í ritrýndum tímaritum og bæði hafa fengið viðurkenningu fyrir fjölda skipta sem aðrir
rannsakendur vísa til verka þeirra auk annarra viðurkenninga fyrir vísindalegt framlag þeirra til að bæta námsárangur nemenda með eða án námserfiðleika. Fyrirlestur Lynn Fuchskallast  Svörun við inngripi í lestri og stærðfræði: Almennar og sértækar aðferðir. Dough Fuchs fjallar um enn sértækari aðferðir: Hvað er öflugt inngrip og hvers vegna er þörf á því fyrir nemendur með alvarlega námsörðugleika? Þau tala einnig bæði á málstofum þar sem þau dýpka sitt efni.

 

Dr. Marcy Steiner prófessor við Washington-háskóla í Tacoma þar sem hún var einn af stofnendum námsbrautar í kennslufræði. Hún hefur birt fjölda vísindagreina, bæði á sviði sérkennslu og almennrar kennslu í lestri og stærðfræði, námskrárfræða og námsefnisgerðar. Árið 2006 hlaut hún viðurkenningu Washington-háskóla í Tacoma fyrir vísindalegt framlag sitt. Málstofuerindi Marcy Stein kallast Að nota gagnreyndar kennslufræðilegar meginreglur við mat og breytingar á læsis- og stærðfræðikennslu fyrir nemendur með námsörðugleika.

Marjatta Takala Starfar sem prófessor í sérkennslu við Háskólann Oulu, Finnlandi, og sem gestaprófessor í Umeå og Örebro Háskóla. Hún er dósent við Háskólann í Helsinki. Rannsóknasvið hennar eru samskipti, heyrnarskerðing, lesblinda, blöndun og norræn sérkennslumál. Erindi Marjatta Takala kallast Frá sérkennslu til stuðnings við nemendur. Hún heldur einnig málstofu þar sem erindið kallast Fyrir hverja er sérkennsla?

Dr. Ilene Schwartz er prófessor á sviði sérkennslu í University of Washington og framkvæmdarstjóri Norris og Dorothy Haring Center fyrir rannsóknir og þjálfun í kennslu á UW. Ilene Schwartz fjallar um gagnreyndar aðferðir við snemmtæka íhlutun fyrir ung börn með einhverfu.

Dr. Anna-Lind Pétursdóttirer dósent í sálfræði, sérkennslu og atferlisgreiningu við Menntavísindasvið Háskóla Íslands. Rannsóknir hennar hafa beinst að úrræðum vegna frávika í þroska, námi eða hegðun barna og þjálfun starfsfólks í beitingu þeirra úrræða. Anna-Lind verður með erindið Að skilja og draga úr langvarandi hegðunarvanda í skólum: Einstaklingsmiðaðar stuðningsáætlanir. Hún fjallar ýtarlegar um efnið í málstofu og kemur með nýleg dæmi af vettvangi.

Dr. Sigríður Ólafsdóttir:PhD í menntunarfræðum. Hún kenndi í móttökudeild fyrir börn af erlendum uppruna 2000-2006 og er nú umsjónarmaður námskeiðsins Tvítyngi og læsi sem kennt er á meistarastigi á Menntavísindasviði Háskóla Íslands.   Sigríður verður með málstofuerindi um þróun orðaforða og lesskilnings íslendra grunnskólanemenda sem eiga annað móðurmál en íslensku.                                                                                                                                                                                                                                                

Dr. Freyja Birgisdóttir Dósent á Menntavísindasviði Háskóla Íslands. Hennar rannsóknir snúa fyrst og fremst að þróun læsis á leik- og grunnskólastigi og hvernig sú þróun tengist öðrum hliðum þroska, svo sem sjálfstjórn og áhugahvöt. Freyja kynnir fimm ára langtímarannsókn sem fjallar um hlutverk bernskulæsis og sjálfstjórnar í námsgengi.

Steinunn Torfadóttir  Er lektor við Menntavísindasvið Háskóla Íslands.  Hún hefur stundað rannsóknir á sviði lestrarörðugleika og lestrarkennslu. Hún hefur unnið sem ráðgjafi, sérkennari og hefur langa reynslu sem grunn- og framhaldsskólakennari. Hún hefur um árabil unnið með nemendur með sérþarfir. Erindi Steinunnar kallast Snemmtæk íhlutun og greining á lestrarerfiðleikum. Framkvæmd LTL stuðningskerfis fyrir kennara og árangur þess.

Edda Óskarsdóttir  Doktorsnemi og aðstoðarkennari við Menntavísindasvið HÍ. Rannsóknaráhugasvið hennar eru skóli án aðgreiningar, fjölmenning og sérkennsla í stærðfræði. Hún hefur u.þ.b. tuttugu ára reynslu að baki sem sérkennari og deildarstjóri sérkennslu. Erindi Eddu kallast Hæfni og hindranir: Hvernig styðjum við öll börn til merkingarbærs stærðfræðináms?

Dr.Kristín Björnsdóttir er dósent í fötlunarfræði og umsjónarmaður starfstengds diplómanáms fyrir fólk með þroskahömlun við Háskóla Íslands. Kristín hefur unnið margvísleg störf með fötluðum börnum og ungmennum m.a. innan skólakerfisins, þjónustukerfisins og í tómstundastarfi. Frá árinu 2003 hefur hún starfað við rannsóknir og kennslu við Háskóla Íslands. Erindi Kristínar fjallar um framhaldsnám fyrir fólk með þroskahömlun og nefnist Ég er háskólanemi.

Guðrún Björg Ragnarsdóttirer sérkennari í Hlíðaskóla í Reykjavík og doktorsnemi við Háskóla Íslands. Rannsókn hennar beinist að áhrifum íhlutunar á nemendur með námserfiðleika: Sjálfsmynd, trú á eigin getu og skólatengdri líðan að mati nemenda og foreldra. Erindi Guðbjargar kallast Getum við bætt sjálfsmynd og trú á eigin getu hjá nemendum með námsörðugleika?

Margrét Birna Þórarinsdóttir Sálfræðingur (Cand.Psych) er framkvæmdastjóri Stofunnar, sem er sálfræðiþjónusta fyrir börn og fjölskyldur á Íslandi. Margrét hefur unnið talsvert með fjölskyldum barna sem mæta ekki í skólann vegna kvíða og annarra tilfinningalegar erfiðleika. Margrét Birna fjallar um kvíða og skólagöngu og hagnýtar leiðir til að taka á vandanum

Dröfn Rafnsdóttirverkefnastjóri grunnskóla hjá skóla- og frístundasviði Reykjavíkurborgar. Þar stýrir hún verkefnum er varða máli og læsi, veitir ráðgjöf til skóla og skipuleggur starfsþróun á því sviði. Dröfn er með frásögn af verkefni á Reykjanesi og í Reykjavík sem málstofuerindi;hvernig skólasamfélag lagðist á eitt og breytti námsárangri.

 

Á þessari vefslóð má finna ráðstefnubækling þar sem fram koma nánari upplýsingar:

https://issuu.com/sadisoskhardardottir/docs/f__s__bla__

Þátttaka í ráðstefnunni kostar 300 evrur, innifalið í því er kaffi og hádegisverður báða dagana. Bent er á að fagfélög veita styrki til endurmenntunar.

Hátíðarkvöldverður fyrir ráðstefnugesti verður haldinn í í Perlunni að kvöldi 9. september og kostar 76 evrur. Þeir sem áhuga hafa á að taka þátt geta skráð sig í kvöldverðinn um leið og gengið er frá skráningu á ráðstefnuna. Nánar um matseðil í ráðstefnubæklingnum. Þar má einnig sjá upplýsingar um dagsferðir og sértilboð á hótelgistingu.

Þáttökugjald 300 evrur eða 43000 ikr. er greitt inn á reikn

0326-26-16000

kt. 670679-0129

Vinsamlegast sendið kvittun á This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.

 

Félag íslenskra sérkennara, FÍS, hefur um áratugaskeið verið aðili að samnorrænum samtökum um sérkennslu, Nordiska Förbundet för Specialpedagogik, NFSP. Í stjórn NFSP sitja 12 fulltrúar frá öllum Norðurlöndum og koma ýmist frá fagfélögum, kennarasamböndum og/eða menntamálaráðuneytum landanna. NFSP hefur m.a. það hlutverk að miðla upplýsingum um fyrirkomulag sérkennslu á Norðurlöndunum og stuðla að aukinn fræðslu um sérkennslumál. Það er m.a. gert með ráðstefnum sem haldnar eru á þriggja ára fresti á einhverju Norðurlandanna. Um þessar mundir fer Ísland með formennsku í NFSP og árið 2016 verður ráðstefna samtakanna því haldin hér á landi. Vonir standa til að ráðstefnan verði mikilvægt innlegg í umræðu um skólamál á Íslandi.

 

Nánari upplýsingar veitir Sædís Harðardóttir, formaður NFSP; This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.