Félag sérkennara á Íslandi
14. Nóvember 2016

Félag íslenskra sérkennara efnir til fræðsludags

mánudaginn 21. nóvember 2016 á Grand Hótel í Reykjavík

 

Dagskráin er öllum opin

12:15-12:30                   Kaffi og skráning.

12:30 – 12:45                Setning og ávarp formanns Félags íslenskra sérkennara og ávarp frá Menntamálaráðuneyti

12:45- 13:30                  Arndís Þorsteinsdóttir, sálfræðingur hjá Þjónustumiðstöð Árbæjar og Grafarholts.

Greint verður stuttlega frá PMTO aðferðinni (Parent Management Training Oregon) sem miðar að því að bæta færni foreldra barna með hegðunarvanda. Síðan verður kynnt svokölluð PMTO grunnmenntun sem ætluð er fagfólki sem kemur að vinnu með börnum með hegðunarerfiðleika. Greint verður frá fyrirkomulagi og markmiðum slíkrar menntunar og hvernig hún geti nýst í skólakerfinu.

13: 30 – 14:15              Hrafnhildur Karlsdóttir Teymisstjóri og kennsluráðgjafi hjá Skólaþjónustu Árnesþings.  Hvernig  nýta má hugmyndafræði TEACCH/Skipulagða kennslu í skólastofunni og öllu skólastarfi fyrir nemendur á einhverfurófi og til hagsbóta fyrir allann bekkinn.

14:15 – 14:30                Kaffi og kynningarbásar

14:30 – 15:15                Mentor.  Unnið með einstaklingsnámskrár í Mentor.

15:15– 15.30                 Samantekt dagskrár, kaffi og  dagskrárlok

 

Gjald fyrir fræðsludag og kaffi:  Félagsmenn FÍS kr.  4.000.-  Utanfélagsmenn kr.7.000.-     Athugið að ekki verður posi á staðnum, staðgreiða þarf þátttökugjaldið.

Félagsmenn KÍ geta sótt um styrk í Vonarsjóð vegna þátttöku á fræðsludegi.

Skráning er á netfangið This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. fyrir kl. 12:00  föstudaginn 19. nóvember 2016.  Gefa þarf upp nafn og kennitölu.