Félag sérkennara á Íslandi
23. Nóvember 2016

Sigríður Ólafsdóttir, sérkennari  er heiðursfélagi Félags íslenskra sérkennara árið 2016. 

 Sigríður, varð stúdent frá MR 1969, lauk kennaraprófi frá Kennaraskóla Íslands 1971 og heyrnleysingjakennaraprófi við Kennaraháskólann í Stokkhólmi 1983. Síðan þá hefur hún sótt fjölda endurmenntunarnámskeiða í sínu fagi. Hún hefur í áratugi starfað við lestrarkennslu, sérkennslu, talkennslu og kennslu heyrnardaufra.  Hún hefur m.a.  sinnt kennslu við Heyrnleysingjaskólann og Flataskóla í Garðabæ.

 Sigríður Ólafsdóttir samdi m.a.  lestrar- og málþjálfunarefnið Lesum lipurtsem ætlað er nemendum í 1. til 6. bekk, Markmiðið með verkefnunum var  þjálfa grunntækni lestrar með áherslu á réttar augnhreyfingar, svo lesturinn gæti orðið bæði lipur og átakalaus. Það má því segja að Sigríður hafi farið heldur  óhefðbundnar  og nýjar leiðir í  lestrarþjálfuninnií  Lesum lipurt.