Félag sérkennara á Íslandi
14. Maí 2017

Hulda Karen Daníelsdóttir og Sigríður Ólafsdóttir fjalla um leiðir til að efla kennara í að vinna með orðaforða og læsi og Rannveig Lund kynnir nýtt námsefni sem styður við slika vinnu.

 

 

8.30-9:00                           Kaffi og skráning.

9:00 – 9:40   Rannveig Lund, lestrar- og sérkennslufræðingurf jallar um nýtt lestrarkennsluefni með yfirheitinu Fimm vinir í blíðu og stríðu.
Efnið er þríþætt: Textar í bókum, fyrir skjái og verkefni. Sum verkefnin eru á tveimur þyngdarstigum. Verkefnin hjálpa lesendum að tileinka sér orð og orðatiltæki textanna,  efla tökin á stafsetningu og mál- og setningarfræðilegum atriðum.
Markhópar efnisins eru innan byrjendastigs, seinfærra í lestri og þeirra sem hafa annað móðurmál en íslensku.
Sögupersónur höfða til lesenda af íslenskum, afrískum og asískum uppruna              

9:40 – 10:00                      Kaffi

10:00 – 12:30   Hulda Karen Daníelsdóttir, sérfræðingur í íslensku sem öðru tungumáli.  Markmiðið er að gera þátttakendur meðvitaðri um sértækar námsþarfir nemenda með íslensku sem annað tungumál sem og aðra nemendur og leiðir til að koma til móts við þær.  Áhersla verður lögð á að þjálfa þátttakendur í að kenna skólaorðaforða (e. academic vocabulary); hvernig hægt er að vinnameð endurtekningu, myndræna framsetningu og dýpri merkingu orða í mismunandi samhengi. Fleiri leiðir verða kynntar, en megin markmið þeirra er að gera nemendum kleift að tileinka sér innihald námsgreina og tungumálið samtímis.                  

12:30-13:30                      Matur

13:30 – 16:00   Sigríður Ólafsdóttir, Doktor við HÍ Fjallar um leiðir til þess að efla skilning þátttakenda á áhrifum tvítyngis á þróun læsis. Áherslan verður á námslæsi (enska: academic literacy) og þá færniþætti sem liggja til grundvallar. Fjallað verður um hina ýmsu áhrifsþætti í læsisþróun tvítyngdra barna, svo sem ritkerfi tungumála, lestrarvenjur, aldur og skyldleika tungumála. Meginmarkmiðið er að auka færni þátttakenda til að beita faglegum og árangursríkum kennsluaðferðum með tvítyngdum börnum, en einnig að hvetja til gagnrýninnar hugsunar.

16:00 – 16:10                   Samantekt  og  dagskrárlok

Námskeiðið fer fram í Varmárskóla í Mosfellsbæ frá klukkan 9-16 miðvikudaginn 9.ágúst 2017.

Námskeiðsgjald: Skuldlausir félagsmenn FÍS frá frítt, aðrir kr.4.000.- Athugið að ekki verður posi á staðnum, staðgreiða þarf þátttökugjaldið.

Skráning er á netfangið This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. fyrir kl. 12:00  25.júli 2017.  Gefa þarf upp nafn og kennitölu.