Félag sérkennara á Íslandi
Aðalfundur félagsins fór fram á Grand hótel mánudaginn 2.nóvember 2015. í stjórn eru núna Sædís Ósk Harðardóttir, formaður, Aldís Ebba Eðvaldsdóttir, Anna-Lind Pétursdóttir, Ragnhildur Pála Ófeigsdóttir og Sigrún Huld Auðunsdóttir. Formaður fór yfir starf ársins og sagði frá NFSP ráðstefnunni sem framundan er, fjallaði um gang mála varðandi lögverndun og fleira. Sú nýbreytni átti sér stað að í stað þess að velja heiðursfélaga var ákveðið verkefni veitt viðurkenning. Í ár var það Logos lestrargreiningartækið. Framundan er skemmtilegt starfsár og við hvetjum félaga til að vera virka og taka þátt í þvi sem í boði er.
Frá árinu 2013 hefur Félag íslenskra sérkennara farið með forystu í NFSP sem eru samnorræna samtök sérkennara. Þriðja hvert ár er haldin sérkennsluráðstefna á vegum samtakanna. Haustið 2016, 9.-10. september mun ráðstefnan fara fram á Íslandi. Þema ráðstefnunnar er "Frá hömlun til hæfni" og munu margir flottir fræðimenn koma þar fram. Má þar nefna Doug Fuchs, Lynn Fuchs, Ilene Schwartz, Marcy Stein, Marjatta Takala, Anna-Lind Pétursdóttir, Kristín Björnsdóttir, Steinunn Torfadóttir, Sigríður Ólafsdóttir, Edda Óskarsdóttir, Þórhalla Guðmundsdóttir, Margrét Birna Þórarinsdóttir, Guðrún Björg, Freyja Birgisdóttir, Dröfn Rafnsdóttir og fleiri. Við hvetjum alla sem áhuga hafa á skólamálum til að mæta. Dagsrká ráðstefnunnar ver...
Félag íslenskra sérkennara efnir til fræðsludags mánudaginn 2. nóvember 2015 á Grand Hótel í Reykjavík   Dagskráin er öllum opin Gjald fyrir fræðsludag og kaffi:  Félagsmenn FÍS kr.  5.500.-  Utanfélagsmenn kr. 7.500.-      Athugið að ekki verður posi á staðnum, staðgreiða þarf þátttökugjaldið. Félagsmenn KÍ geta sótt um styrk í Vonarsjóð vegna þátttöku á fræðsludegi. Þeir sem ætla á hádegisverðarhlaðborð þurfa að skrá það um leið og skráð er á fræðsludaginn. Hlaðborðið kostar kr. 3.400.- á manninn.    Vinsamlegst skráið ykkur á This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. document.getElementById('cloaka2e2cb591ed957c01fb86e1d1d120b72').innerHTML = '';...
Aðalfundur FÍS fer fram mánudaginn 3. nóvember kl. 8:30 á Grand Hótel Reykjavík.