Félag sérkennara á Íslandi

 

Við ritrýningu skal hafa hliðsjón af eftirfarandi atriðum:

 1. Er heiti greinarinnar lýsandi fyrir efni hennar?
 2. Er útdráttur nákvæmur, nægilega lýsandi og í samræmi við innihald greinarinnar?
 3. Er meginefni greinar, tilgangi og efnistökum lýst í inngangi?
 4. Er samhengi í greininni? Eru aðferðir sem notaðar eru viðeigandi miðað við rannsóknarspurningar? Er rannsóknarspurningum svarað í niðurstöðum og umræðum?
 5. Bætir greinin við skilning og þekkingu á sviðinu?
 6. Leggur greinin eitthvað af mörkum til rannsókna, starfsvettvangsins eða stefnumörkunar á sviði uppeldis og menntamála?
 7. Er rannsóknarspurning eða tilgangur með greininni ljós? Er gerð grein fyrir mikilvægi rannsóknarefnisins?
 8. Er greinin sett í fræðilegt samhengi t.d. gerð grein fyrir nýjustu rannsóknum á sviðinu og mikilvægi rannsóknarefnisins?
 9. Er greinin skýr hvað varðar málfar og framsetningu?
 10. Er rannsóknarsnið og úrvinnsla nægilega vel útskýrt? (Hér eru ólík atriði sem meta þarf eftir því hvort rannsóknin er eigindleg eða megindleg.)
 11. Eru niðurstöður settar fram á skýran og skilmerkilegan hátt og í samræmi við rannsóknaraðferðina?
 12. Eru ályktanir sem dregnar eru af niðurstöðum réttlætanlegar? Sýna ályktanir innsæi og frumleika?
 13. Er skipulag og framsetning greinarinnar skýrt?
 14. Er heimildanotkun og tilvísanir til heimilda í samræmi við kröfur sem gerðar eru til fræðilegra greina (APA kerfið)?
   

FRAMKVÆMD

Óskað er eftir því að ritrýnar noti Track Changes við yfirferð. Auk athugasemda í texta er óskað eftir stuttri umsögn um greinina. Að því loknu eru ritrýnar beðnir um að setja greinina í eftirfarandi flokk, ásamt rökstuðningi:

 1. Greinina er hægt að birta nánst óbreytta eða með minni háttar lagfæringum.
 2. Greinina er hægt að birta eftir að gerðar hafa verið á henni tilgreindar breytingar.
 3. Greinina er ekki hægt að birta í núverandi gerð en endurskoðaða/nýja gerð má senda til ritrýningar.
 4. Ekki er hægt að birta greinina.

Ritnefnd tekur endanlega ákvörðun um birtingar í ljósi niðurstaðna ritrýna.


Leiðbeiningar þessar eru byggðar á samsvarandi leiðbeiningum annarra tímarita í menntunarfræðum; Uppeldi og menntun, Netlu og Tímariti um menntarannsóknir.