is / en / dk

 

 

Fylgigögn með kjarasamningi

Launaröðun

Gildandi launatafla

 

LAUNATAFLA 3-A
Leikskólastjórar og aðstoðarleikskólastjórar

Gildir frá 1. júní 2017 til 31. maí 2018


Starfsheiti

Fjöldi barna
Stjórnunarstundir
á viku
Launa-
flokkur

Laun
      135

487.698

      136 494.600
      137 501.606
      138 508.715
Aðstoðarleikskólastjóri 2 34 - 53 2 klst. 139 515.934
Aðstoðarleikskólastjóri 3 54 - 73 6 klst. 140 523.259
Leikskólastjóri 1
Aðstoðarleikskólastjóri 4
<33
74 - 93

12 klst. 

141

530.695
Aðstoðarleikskólastjóri 5 94 -118 16 klst. 142 538.242
Leikskólastjóri 2 34-53   143 545.900
Aðstoðarleikskólastjóri 6 119 -150 20 klst. 144 553.676
Aðstoðarleikskólastjóri 7 151-180 30 klst. 145 561.569
Aðstoðarleikskólastjóri 8 181-210 36 klst. 146 569.579
Aðstoðarleikskólastjóri 9 211- 240 40 klst. 147 577.709
Leikskólastjóri 3
Aðstoðarleikskólastjóri 10

54-73
240>

40 klst. 148

585.961

      149 594.339
      150 602.840
      151 611.469
      152 620.228
      153 629.119
Leikskólastjóri 4 74-93   154 638.141
      155 647.300
      156 656.596
      157 666.032
      158 675.608
Leikskólastjóri 5 94-118   159 685.331
      160 695.196
Leikskólastjóri 6 119 - 150   161 705.212
      162 715.375
Leikskólastjóri 7 151-180   163 725.693
      164 736.166
Leikskólastjóri 8 181-210   165 746.796
      166 757.583
Leikskólastjóri 9 211-240   167 768.535
      168 779.647
Leikskólastjóri 10 240>   169 790.930
      170 802.381
      171 814.015
      172 825.819
      173 837.793
      174 849.942
      175 862.265
      176 874.768
      177 887.454
      178 900.322
      179 913.376
      180 926.619
      181 940.055
      182 953.687
      183 967.514
      184 981.543
      185 995.776
      186 1.010.213
      187 1.024.863
      188 1.039.722
      189 1.054.798
      190 1.070.092
         
 

Launaröðun sérfræðinga á skólaskrifstofum

 

LAUNATAFLA 3-B
Sérfræðingar á skólaskrifstofum
Gildir frá 1. júní 2017 til 31. maí 2018
Launaflokkur Laun
125 415.216
126 421.037
127 426.950
128 432.949
129 439.039
130 445.219
131 451.495
132 457.861
133 464.325
134 470.885
135 477.544
136 484.302
137 491.162
138 498.124
139 505.192
140 512.364
141 519.647
142 527.035
143 534.535
144 542.149
145 549.877
146 557.721
147 565.681
148 573.762
149 581.965
150 590.289
151 598.739
152 607.316
153 616.021
154 624.854
155 633.824
156 642.925
157 652.165
158 661.543
159 671.062
160 680.722
161 690.529
162 700.481
163 710.584
164 720.840
165 731.248
166 741.810
167 752.534
168 763.415
169 774.463
170 785.676
171 797.067
172 808.626
173 820.350
174 832.247
175 844.313
176 856.555
177 868.976
178 881.576
179 894.358
180 907.326
181 920.483
182 933.830
183 947.371
184 961.107
185 975.044
186 989.182
187 1.003.525
188 1.018.076
189 1.032.838
190 1.047.815
   

 

Starfslýsingar

Starfslýsingar úr kjarasamningi aðila

Næsti yfirmaður: Leikskólafulltrúi eða framkvæmdastjóri málaflokksins.

Starfssvið: Starfar samkvæmt lögum og reglugerð um leikskóla, öðrum lögum er við eiga, aðalnámskrá leikskóla og stefnu viðkomandi sveitarfélags.

Meginverkefni
Stjórnun og skipulagning:

 • Stjórnar daglegri starfsemi leikskólans, ber ábyrgð á gerð námskrár, ársáætlunar, ársskýrslu og mati á starfsemi leikskólans og skilar til rekstraraðila.
 • Ber rekstrarlega ábyrgð á að rekstur leikskólans sé innan ramma fjárhagsáætlunar.
 • Hefur eftirlit með húsnæði, leikvelli, áhöldum og leiktækjum og ber ábyrgð á að eðlilegt viðhald og endurnýjun fari fram.
 • Ber ábyrgð á að í leikskólanum séu til staðar nauðsynleg uppeldis- og kennslugögn.
 • Ber ábyrgð á að undirbúningstímar starfsmanna séu notaðir til skipulags á leikskólastarfinu.
 • Sér um ráðningu starfsmanna, gerð ráðningarsamninga, vinnuskýrslna, skipulag vinnutíma starfsmanna og vinnutilhögun í samráði við rekstraraðila.
 • Ber ábyrgð á móttöku, þjálfun og leiðsögn nýrra starfsmanna.
 • Sér um miðlun upplýsinga til deildarstjóra og rekstraraðila.
 • Annast gerð starfsmannaáætlunar, skipuleggur og stjórnar starfsmannafundum og ber ábyrgð á að þeir séu haldnir.
 • Tekur starfsviðtöl og gerir símenntunaráætlun leikskólans.
 • Sér um innritun barna í leikskólann í samvinnu við rekstraraðila.

Uppeldi og menntun:

 • Er faglegur leiðtogi og ber að kynna sér nýjungar í starfi og miðla þekkingu til starfsmanna.
 • Ber ábyrgð á að unnið sé eftir aðalnámskrá leikskóla og skólanámskrá leikskólans, að áætlanir þar um séu gerðar og reglulegt mat fari fram.
 • Deilir verkefnum og ábyrgð til starfsmanna í samræmi við skólanámskrá.

Foreldrasamstarf:

 • Boðar foreldra/forráðamenn nýrra barna í viðtal þar sem veittar eru upplýsingar um starfsemina og fær nauðsynlegar upplýsingar um barnið.
 • Ber ábyrgð á samstarfi við foreldra/forráðamenn barnanna og að þeir fái upplýsingar um starfsemi leikskólans.
 • Skipuleggur og stjórnar foreldrafundum og ber ábyrgð á að þeir séu haldnir.

Annað: 

 • Tekur þátt í samráðsfundum með rekstraraðilum og öðrum leikskólastjórum. 
 • Ber ábyrgð á samvinnu við ýmsar stofnanir og sérfræðinga sem tengjast leikskólanum. 
 • Sér til þess að leitað sé aðstoðar sérfræðinga og ber ábyrgð á því að gefinn sé skriflegur vitnisburður um stöðu og þroska barns sé þess óskað. 
 • Ber að stuðla að samstarfi við viðkomandi grunnskóla. 
 • Sinnir þeim verkefnum er varðar stjórnun leikskólans sem yfirmaður felur honum. 

Næsti yfirmaður: Leikskólastjóri.

Starfssvið: Starfar samkvæmt lögum og reglugerð um leikskóla, öðrum lögum er við eiga aðalnámskrá leikskóla og stefnu viðkomandi sveitarfélags.

Meginverkefni
Stjórnun og skipulagning:

 • Er aðstoðarmaður leikskólastjóra og ber ásamt honum ábyrgð á rekstri leikskólans.
 • Er staðgengill í fjarveru leikskólastjóra og starfar þá samkvæmt starfslýsingu hans.
 • Vinnur ásamt leikskólastjóra að daglegri stjórnun leikskólans og skipulagningu uppeldisstarfsins.
 • Heimilt er að aðstoðarleikskólastjóri starfi ekki sem deildarstjóri.
 • Vinnur ásamt leikskólastjóra að daglegri stjórnun leikskólans og skipulagningu uppeldisstarfsins og ef hann starfar jafnframt sem deildarstjóri fer hann þá eftir starfslýsingu hans.

Uppeldi og menntun:

 • Ber ásamt leikskólastjóra ábyrgð á að unnið sé eftir aðalnámskrá leikskóla og skólanámskrá leikskólans, að áætlanir þar um séu gerðar og reglulegt mat fari fram.
 • Foreldrasamstarf:
 • Sér um samskipti og samvinnu við foreldra í samráði við leikskólastjóra.
 • Situr foreldrafundi, sem haldnir eru á vegum leikskólans.

Annað:

 • Situr starfsmannafundi, deildarstjórafundi og aðra fundi er leikskólastjóri segir til um og varðar starfsemi leikskólans.
 • Sinnir að öðru leyti þeim verkefnum er varðar stjórnun leikskólans sem yfirmaður felur honum.

Næsti yfirmaður: Leikskólafulltrúi/deildarstjóri ráðgjafar- og sálfræðiþjónustu

Starfssvið: Starfar samkvæmt lögum og reglugerð um leikskóla, lögum um málefni fatlaðra, öðrum lögum er við eiga, aðalnámskrá leikskóla og stefnu viðkomandi sveitarfélags.

Meginverkefni:

 • Annast faglega ráðgjöf og stuðning við foreldra, leikskólastjóra og aðra starfsmenn leikskóla vegna barna er njóta sérfræðiaðstoðar eða sérkennslu og fylgir greiningu eftir ef þurfa þykir.
 • Tekur þátt í greiningu og ráðleggur starfsmönnum leikskóla um gerð verkefna og einstaklingsnámskráa fyrir hvert barn með hliðsjón af greiningu á fötlun þess í samvinnu við aðra er að málinu koma.
 • Fylgist með að einstaklingsáætlunum sé fylgt eftir og leiðbeinir starfsmönnum leikskóla.
 • Veitir ráðgjöf vegna uppeldisumhverfis leikskóla og stuðlar að því að hjálpartæki og leiktæki við hæfi séu til staðar.
 • Fylgist með og miðlar nýjungum varðandi málefni barna sem þurfa á sérfræðiaðstoð og sérkennslu að halda til yfirmanns og starfsmanna leikskóla og tekur þátt í að móta fræðslu fyrir starfsmenn.
 • Vinnur skýrslur varðandi börn sem þurfa á sérfræðiaðstoð og sérkennslu að halda í samráði við yfirmann og starfsmenn leikskóla.

Annað:

 • Hefur samráð við þá aðila sem tengjast börnum sem þurfa sérkennslu í leikskóla.
 • Situr fundi þar sem fjallað er um málefni barna sem þurfa sérkennslu í leikskólum samkvæmt boðun yfirmanns eða hlutaðeigandi aðila.
 • Sinnir öðrum þeim verkefnum er varða sérkennslu sem yfirmaður felur honum. 

Næsti yfirmaður: Félagsmálastjóri eða viðkomandi deildarstjóri/sviðsstjóri.

Starfssvið: Annars vegar umsjón með daggæslu barna í heimahúsum skv. lögum um félagsþjónustu sveitarfélaga og reglugerð um daggæslu barna í heimahúsum. Hins vegar umsjón með starfsemi gæsluleikvalla.

Meginverkefni:

 • Sér um daglega verkstjórn á daggæsludeild.
 • Ber ábyrgð á umsjón og eftirliti með daggæslu barna í heimahúsum.
 • Hefur yfirumsjón með umsóknum, leyfisveitingum og endurnýjun leyfa fyrir daggæslu barna í heimahúsum.
 • Ber ábyrgð á upplýsingagjöf og ráðgjöf til dagmæðra og foreldra vegna daggæslu barna í heimahúsum.
 • Ber ábyrgð á skráningu barna vegna daggæslu barna í heimahúsum.
 • Hefur yfirumsjón með niðurgreiðslum vegna barna í daggæslu í heimahúsum.
 • Hefur yfirumsjón og eftirlit með starfsemi gæsluvalla.
 • Ber ábyrgð á að starfsmönnum gæsluvalla og foreldrum barna sé veitt ráðgjöf vegna starfsemi þeirra.
 • Heldur fundi með starfsmönnum leikvalla þegar þurfa þykir.
 • Sér um rekstur, innkaup og ráðgjöf er varðar leikfangasafn.
 • Annast skýrslugerð skv. nánari ákvörðun yfirmanns.

Annað:

 • Vinnur önnur þau störf er varða málaflokkinn sem yfirmaður felur honum.  

Næsti yfirmaður: Leikskólafulltrúi/deildarstjóri leikskóladeildar.

Starfssvið: Starfar samkvæmt lögum og reglugerð um leikskóla, öðrum lögum er við eiga, aðalnámskrá leikskóla og stefnu viðkomandi sveitarfélags.

Meginverkefni

 • Er leikskólastjórum og öðrum starfsmönnum leikskóla til ráðgjafar um fagleg málefni, skipulag leikskóla og uppeldis- og menntastarf í leikskólum.
 • Fylgist með uppeldis- og menntastarfi og aðbúnaði í leikskólum og leiðbeinir í samráði við yfirmann, ef ástæða er til.
 • Veitir ráðgjöf vegna foreldrasamstarfs í leikskólum og sér um samskipti vegna mála sem upp kunna að koma milli foreldra og leikskóla.
 • Er ráðgefandi varðandi starfsmannamál og aðstoðar við lausn á málum ef á þarf að halda.
 • Er ráðgefandi í sérverkefnum, þróunarverkefnum og nýbreytnistarfi og miðlar þekkingu og nýjungum á sviði leikskólafræða.
 • Veitir fræðslu og stuðlar að samstarfi og upplýsingamiðlun til leikskóla og á milli leikskóla.
 • Hefur umsjón með fagbókasafni, hugmyndabanka og öflun gagna varðandi ýmis leikskólamál.

Annað:

 • Hefur samstarf við þá aðila er þurfa þykir varðandi leikskólana.
 • Vinnur önnur verkefni er varða leikskólamál sem yfirmaður felur honum. 

Næsti yfirmaður: Leikskólafulltrúi/deildarstjóri leikskóladeildar.

Starfssvið: Starfar samkvæmt lögum og reglugerð um leikskóla, lögum um málefnifatlaðra, öðrum lögum sem við eiga, aðalnámskrá leikskóla og stefnu viðkomandi sveitarfélags.

Megin verkefni:

 • Hefur yfirumsjón og eftirlit með sérkennslu í leikskólum.
 • Ber ábyrgð á ráðgjöf, fræðslu og eftirfylgd vegna barna er njóta sérfræðiaðstoðar eða sérkennslu í leikskólum.
 • Vinnur að greiningu og sér til þess að viðkomandi barni sé vísað í nánara mat ef þurfa þykir.
 • Styður við og veitir ráðgjöf við gerð áætlana með hliðsjón af greiningu í samvinnu við foreldra/forráðamenn barnanna og starfsmenn leikskóla og ber ábyrgð á að endurmat sé gert.
 • Fylgist með verkefnum annarra sérfræðinga sem koma að greiningarvinnu vegna barna og vísar málum til þeirra í samræmi við þarfir viðkomandi.
 • Vinnur skráningar/skýrslur og sendir tilvísanir til sérfræðinga í samráði við foreldra/forráðamenn barnanna og starfsmenn leikskóla.
 • Hefur yfirumsjón með úthlutun sérkennslutíma til leikskóla og tekur þátt í gerð fjárhagsáætlunar vegna sérkennslu í samráði við yfirmann.
 • Miðlar til starfsmanna leikskóla nýjungum varðandi sérkennslu og skipuleggur fræðslu.
 • Gerir stefnumarkandi tillögur um nýjungar í sérkennslumálum til yfirmanns.
 • Hefur yfirumsjón með rekstri sérkennslusafns og annast ráðgjöf við úthlutun.

Annað:

 • Hefur samstarf við þá aðila er þurfa þykir varðandi sérkennslu í leikskólum.
 • Miðlar í samráði við foreldra upplýsingum um börn sem hafa fengið sérkennslu í leikskóla til þeirra sem málið varðar.
 • Vinnur önnur verkefni er varða sérkennslumál sem yfirmaður felur honum.

Næsti yfirmaður: Bæjar-/sveitarstjóri eða sviðsstjóri.

Starfssvið: Starfar samkvæmt lögum og reglugerð um leikskóla, öðrum lögum er við eiga, aðalnámskrá leikskóla og stefnu viðkomandi sveitarfélags.

Meginverkefni:

 • Hefur yfirumsjón og eftirlit með faglegu starfi leikskóla.
 • Er tengiliður á milli leikskóla og rekstraraðila.
 • Situr fundi í þeirri nefnd sem um málaflokkinn fjallar.
 • Er leikskólastjórum og starfsmönnum leikskóla til ráðgjafar um fagleg og rekstrarleg málefni.
 • Gerir stefnumarkandi tillögur um nýjungar í leikskólastarfi til rekstraraðila.
 • Er rekstraraðilum til ráðuneytis við breytingar og nýframkvæmdir við leikskóla.
 • Miðlar til starfsmanna leikskóla nýjungum á sviði leikskólastarfs.
 • Heldur fundi með leikskólastjórum og stuðlar að samstarfi þeirra á milli.
 • Vinnur sameiginlega ársskýrslu leikskóla og skilar til rekstraraðila.
 • Hefur yfirumsjón með innritun barna í leikskólum í samvinnu við viðkomandi leikskólastjóra samkvæmt innritunarreglum.

Annað:

 • Hefur samstarf við þá aðila er þurfa þykir varðandi leikskóla.
 • Vinnur önnur verkefni er varða leikskólamál sem rekstraraðili felur honum.

Næsti yfirmaður: Bæjar-/sveitarstjóri eða sviðsstjóri.

Starfssvið: Starfar samkvæmt lögum og reglugerð um leikskóla, öðrum lögum er við eiga, aðalnámskrá leikskóla og stefnu viðkomandi sveitarfélags.

Meginverkefni:

 • Hefur yfirumsjón og eftirlit með faglegu starfi og rekstri leikskóla.
 • Er tengiliður á milli leikskóla og rekstraraðila með setu í þeirri stjórnarnefnd sem um málaflokkinn fjallar og framfylgir samþykktum rekstraraðila um málefni leikskóla.
 • Er talsmaður málaflokksins út á við.
 • Er leikskólastjórum og starfsmönnum leikskóla til ráðgjafar um fagleg og rekstrarleg málefni.
 • Vinnur að gerð fjárhagsáætlana ásamt leikskólastjórum í samvinnu við rekstraraðila og ber ábyrgð á að hún sé haldin.
 • Gerir stefnumarkandi tillögur um nýjungar í leikskólastarfi til rekstraraðila.
 • Er rekstraraðilum til ráðuneytis við breytingar og nýframkvæmdir við leikskóla.
 • Miðlar til starfsmanna leikskóla nýjungum á sviði leikskólastarfs.
 • Heldur fundi með leikskólastjórum og stuðlar að samstarfi þeirra á milli.
 • Vinnur sameiginlega ársskýrslu leikskóla og skilar til rekstraraðila.
 • Hefur yfirumsjón með innritun barna í leikskólum í samvinnu við viðkomandi leikskólastjóra samkvæmt innritunarreglum.

Annað:

 • Hefur samstarf við þá aðila er þurfa þykir varðandi leikskóla.
 • Vinnur önnur verkefni er varða leikskólamál sem rekstraraðili felur honum.  

Viðbótarlaunaflokkar stjórnendur

Viðbótarlaunaflokkar vegna framhaldsnáms, samreksturs skóla og stjórnunarreynslu

Framhaldsnám   Grein 10.4 í kjarasamningi FSL um framhaldsnám  
60 ECTS einingar 2 lfl. Hverjar 60 ECTS einingar hækka röðun um 2 launaflokka.   
2 Bed/BA/BS 2 lfl. Hafi leikskólakennari Bed/BA/BS í öðrum greinum en leikskólafræðum raðast hann 2 launaflokkum ofar.  
Meistarapróf 6 lfl. Hafi leikskólakennari meistarapróf raðast hann 6 launaflokkum ofar.  
Doktorspróf 12 lfl. Hafi leikskólakennari doktorspróf raðast hann 12 launaflokkum ofar.  
Samrekstur skóla   Samkomulag um laun í samreknum skólum  
1-30 börn 6 lfl. Laun leikskólastjóra hækka um 6 launaflokka vegna samreksturs skóla og miðast röðun við 30 grunnskólabörn eða færri.  
31 og fleiri 8 lfl. Laun leikskólastjóra hækka um 8 launaflokka vegna samreksturs skóla og miðast röðun við fleiri en 31 grunnskólabarn.  
  4 lfl. Samrekstur leikskóla og tónlistarskóla gefur 4 launaflokka  
Stjórnunarreynsla              Grein 1.4.6 í kjarasamningi   
Eftir 5 ár 2 lfl. Fimm ára stjórnunarreynsla í grunn-, leik- eða framhaldsskóla gefur tvo launaflokka.   
Eftir 10 ár 2 lfl.  Tíu ára stjórnunarreynsla í grunn-, leik- eða framhaldsskóla gefur samtals fjóra launaflokka.  
EFtir 15 ár 2 lfl. Fimmtán ára stjórnunarreynsla í grunn-, leik- eða framhaldsskóla gefur samtals sex launaflokka.  

Viðbótarlaunaflokkar sérfræðingar

Viðbótalaunaflokkar fyrir sérfræðinga

Viðbótarmenntun   Grein 10.4.2   Viðbótarlaunaflokkar sérfræðinga á skólaskrifstofu vegna prófa  
60 ein. diplóma 2 lfl. Hafi sérfræðingur á skólaskrifstofu lokið formlegu 60 ECTS eininga prófi (diplóma) á háskólastigi, sem tengist starfi, hækkar um tvo launaflokka. Viðbótarmenntun vegna diplómaprófs samkvæmt ofangreindu er mest metin til tveggja launaflokka.  
Master 4 lfl. Hafi sérfræðingur á skólaskrifstofu lokið meistaraprófi á háskólastigi, sem tengist starfi, hækkar hann um fjóra launaflokka til viðbótar. Viðbótarmenntun vegna diplóma og meistaraprófs er mest metin til sex launaflokka. Einingar eru aldrei tvítaldar.  
Doktorspróf 6 lfl. Hafi sérfræðingur á skólaskrifstofu lokið doktorsprófi, sem tengist starfi, hækkar hann um sex launaflokka til viðbótar.  
Starfsreynsla   Grein 1.4.7   Viðbótarlaunaflokkar vegna starfsreynslu sérfræðinga á skólaskrifstofu  
Eftir 5 ár 2 lfl. Hafi sérfræðingur á skólaskrifstofu 5 ára starfsreynslu sem sérfræðingur á skólaskrifstofu og/eða reynslu sem stjórnandi í grunn-, leik- eða framhaldsskóla hjá ríki eða sveitarfélagi raðast hann tveimur launaflokkum hærra en ella væri.  
Eftir 10 ár 2 lfl. Eftir 10 ára starfsreynslu sem sérfræðingur á skólaskrifstofu og/eða stjórnandi í grunn-, leik- eða framhaldsskóla hjá ríki eða sveitarfélagi bætast tveir launaflokkar við.  
Eftir 15 ár 2 lfl. EFtir 15 ára starfsreynslu sem sérfræðingur á skólaskrifstofu og/eða reynslu sem stjórnandi í grunn-, leik- eða framhaldsskóla hjá ríki eða sveitarfélagi bætast tveir launaflokkar við.  
Hækkun samkvæmt grein 1.4.7 getur mest numið 6 launaflokkum og skal hækkun taka gildi næstu mánaðarmót eftir að starfsmaður skilar gögnum frá fyrri vinnuveitendum um starfsreynslu sína.
       

 

 

 

Tengt efni