is / en / dk

Fréttir og tilkynningar

Kennarahúsið lokað á milli 12 og 14 í dag

12. Des. 2018

Skrifstofa Kennarasambandsins verður lokuð á milli klukkan 12 og 14 í dag, fimmtudaginn 13. desember, vegna jólasamverustundar starfsmanna.

Sprotasjóður leggur áherslu á eflingu íslenskrar tungu

10. Des. 2018

Sprotasjóður auglýsti um helgina eftir umsóknum um styrki úr Sprotasjóði leik-, grunn- og framhaldsskóla vegna næsta skólaárs. Áherslusviðin eru þrjú og ber þar fyrst að nefna eflingu íslenskrar tungu, þá lærdómssamfélag í samvinnu innan eða milli kerfa og að…

Breytt aðkoma að Kennarahúsinu

10. Des. 2018

Gatnamótum Gömlu Hringbrautar og Laufásvegur hefur verið lokað tímabundið vegna framkvæmda við nýjan Landspítala. Þetta hefur í för með sér að félagsmenn, sem eru vanir að aka eftir Gömlu Hringbraut þurfa að taka krók – best er að beygja upp Njarðargötu og…

Góð þátttaka í netkönnun KÍ

06. Des. 2018

Þátttaka í netkönnun þar sem spurt var um vef Kennarasambandsins var afar góð en um 1.500 félagsmenn tóku þátt. Netkönnunin var send til allra félagsmanna KÍ í tölvupósti. Unnið er að endurbótum á vef sambandsins og því var leitað til félagsmanna um viðhorf…

Kennarafélög FG og Kvennaskólans hafna hugmyndum um eitt leyfisbréf

04. Des. 2018

Kennarafélög Kvennaskólans og Fjölbrautaskólans í Garðabæ mótmæla harðlega hugmyndum um að gefið verði út leyfisbréf til kennara óháð skólastigum. Í ályktun Kennarafélags FG kemur fram að stjórnvöld og yfirvöld menntamála þurfi miklu frekar að horfa til…

Uppræta verður alla hatursorðræðu

03. Des. 2018

Jafnréttisnefnd Kennarasasambands Íslands hefur sent frá sér ályktun vegna „Klausturmálsins“ svokallaða. Í ályktuninni segir að mikilvægt sé að uppræta alla hatursfulla orðræðu „sem og þá sem var viðhöfð í margumræddu hófi þannig að hún verði aldrei…

41% fleiri fá undanþágu til kennslu í grunnskólum

03. Des. 2018

Undanþágunefnd grunnskóla fyrir skólaárið 2017-2018 samþykkti 40,8% fleiri umsóknir en árið áður, þetta kemur fram á vef Menntamálastofnunar. Teknar voru til afgreiðslu 434 umsóknir og af þeim voru 383 samþykktar. Umsóknum hefur fjölgað jafnt og þétt frá…

Breyttur afgreiðslutími í dag

30. Nóv. 2018

Skrifstofa Kennarasambandsins verður lokuð frá klukkan 15 í dag.

Desember-, orlofs- og annaruppbót

27. Nóv. 2018

Félagsmenn KÍ eru hvattir til að kynna sér réttindi varðandi desember-, orlofs- og annaruppbót. Um mismunandi upphæðir er að ræða eftir kjarasamningum en allar upplýsingar má finna á heimasíðu KÍ. Desember-, orlofs- og…

Kennarafélög MK, ML og MS mótmæla hugmyndum um eitt leyfisbréf

27. Nóv. 2018

Kennarafélög Menntaskólans í Kópavogi, Menntaskólans við Sund og Menntaskólans að Laugarvatni mótmæla hugmyndinni um að gefið verði út eitt leyfisbréf til kennara óháð skólastigum. Kennaranám byggir á því að auka hæfi og getu kennara til að kenna á hverju…

Kennarafélag MH mótmælir hugmyndum um eitt leyfisbréf

26. Nóv. 2018

Kennarafélag Menntaskólans við Hamrahlíð mótmælir harðlega hugmyndum um eitt leyfisbréf fyrir kennara óháð skólastigum. Þetta kemur fram í áskorun félagsins og krefst það þess að fagleg sérhæfing verði virt og að tryggt verði að nemendur hljóti alltaf bestu…

Netkönnun: Hvað finnst þér um vef KÍ?

22. Nóv. 2018

Félagsmenn Kennarasambands Íslands eru góðfúslega beðnir að taka þátt í netkönnun um vef sambandsins. Könnunin hefur verið send í tölvupósti til félagsmanna. Unnið er að miklum endurbótum á vef KÍ og liður í því er að leita til allra félagsmanna um viðhorf og…

Pistlar

Eitt leyfisbréf afturför til fortíðar

Það var ekkert út í loftið sem lögum nr. 87 frá 2008 var breytt á sínum tíma en þau fjalla um menntun kennara í leik-, grunn- og framhaldsskólum. Með lögunum voru sett skýr gæðaviðmið um menntun kennara á öllum skólastigum, námið lengt í fimm ár og inntak…

Skólavarðan

  • Menntun fyrir alla – rödd kennara

    Flestir eru sammála um að kennarar séu í lykilstöðu þegar kemur að menntun fyrir alla. Um hana getur vart verið að ræða án þess að kennarar starfi heilshugar í þeim anda. Til að kennarar geti tileinkað sér nýjan hugsunarhátt og leiðir í kennslu þurfa þeir að hafa rými til starfsþróunar – og þar er ekki átt við tveggja daga námskeið að vori eða hausti, hversu skemmtileg sem þau kunna að vera.

  • Gæðastjórnunarkerfi fyrir menntastofnanir

    Staðlar auðvelda stjórnendum skipulagsheilda að varða leiðina að bestu stjórnarháttum, viðmiðum og aðferðum þeirra bestu á viðkomandi sviði. Helga Sigrún Harðardóttir, framkvæmdastjóri Staðlaráðs, skrifar um nýjan staðal fyrir menntastofnanir.