is / en / dk

Laus orlofshús næstu helgi:

0
 

Fréttir og tilkynningar

Opnað fyrir bókanir á Spáni á mánudag

15. Feb. 2019

Orlofssjóður KÍ opnar fyrir bókanir á sumarhúsum og íbúðum á Spáni næstkomandi mánudag, 18. febrúar. Hægt verður að bóka frá og með klukkan 18.00. Fyrstur kemur fyrstur fær. Allar upplýsingar um eignirnar má finna á Orlofsvefnum. Opnað verður fyrir bókanir…

Kennarasambandið flytur í Borgartún

14. Feb. 2019

Starfsemi Kennarasambands Íslands flyst í ný húsakynni á vordögum. Gengið var frá kaupum á sjöttu hæð Borgartúns 30 fyrr í dag. Aðdragandinn hefur verið langur en um þessar mundir eru fimmtán ár síðan markvisst var farið að leita leiða við að leysa úr…

Kennarafélag ME mótmælir hugmyndum um eitt leyfisbréf

12. Feb. 2019

Kennarafélag Menntaskólans á Egilsstöðum mótmælir harðlega hugmyndum um eitt leyfisbréf fyrir kennara óháð skólastigum. Þetta kemur fram í áskorun félagsins og krefst það þess að fagleg sérhæfing verði virt og að hagsmundir nemenda verði hafðir að…

Gömlu Hringbraut verður lokað í dag

08. Feb. 2019

Nánasta umhverfi Kennarahússins tekur breytingum í dag þegar Gömlu Hringbraut verður lokað endanlega að hluta. Lokunin nær frá Laufásvegi í vestri að innkeyrslu á bílastæði Landspítalans í austri. Þá verður hluta Gömlu Hringbrautar, fyrir neðan Einarsgarð,…

Seltjarnarnesbær hlaut Orðsporið 2019

05. Feb. 2019

Orðsporið 2019 – hvatningarverðlaun veitt á Degi leikskólans – kemur í hlut Seltjarnarnesbæjar þetta árið. Seltjarnarnesbær hlýtur verðlaunin fyrir að vera það sveitarfélag sem þykir hafa skarað fram úr við að bæta starfsaðstæður og starfskjör…

Að yrkja á íslensku – sólblítt sumar og snakk

05. Feb. 2019

Bjarkey Sigurðardóttir, nemandi í leikskólanum Jötunheimum á Selfossi, bar sigur úr býtum í ritlistarsamkeppninni Að yrkja á íslensku sem Kennarasambandið efndi til í tilefni Dags leikskólans. Bjarkey tók við viðurkenningu úr hendi Dags B. Eggertssonar…

Tekið verði upp samráð í aðdraganda kjarasamninga

05. Feb. 2019

Nefnd forsætisráðherra um umbætur á úrvinnslu og nýtingu launatölfræðiupplýsinga leggur til ýmsar breytingar um hvernig staðið verði að söfnun, vinnslu og birtingu launaupplýsinga hér á landi. Lagt er til að tekinn verði upp vettvangur um samráð á milli aðila…

Endurmenntunarsjóður grunnskóla hefur opnað fyrir umsóknir

28. Jan. 2019

Hlutverk Endurmenntunarsjóðs grunnskóla er að veita styrk til endurmenntunar félagsmanna í Félagi grunnskólakennara (FG) og Skólastjórafélagi Íslands (SÍ). Þeir sem hyggjast standa fyrir endurmenntun fyrir félagsmenn FG og SÍ geta sótt um framlög úr sjóðnum,…

Flestir nemendur bera mikið traust til kennara

23. Jan. 2019

Líðan nemenda er almennt góð skv. rannsókn á vegum Rannsóknastofu í tómstundafræðum Háskóla Íslands. Um 90% nemenda svara að þeim líði þokkalega eða mjög vel í skólanum en um 10% nemenda segjast ekki líða vel í skólanum. Niðurstöður rannsóknarinnar Heilsa og…

Að yrkja á íslensku vefst ekki fyrir leikskólabörnum

21. Jan. 2019

Ríflega eitt hundrað ljóð, sögur og textar bárust frá leikskólabörnum, víðsvegar af landinu, í samkeppninni Að yrkja á íslensku. Um er að ræða ritlistarsamkeppni meðal leikskólabarna sem nú er haldin í fyrsta skipti og tilefnið er Dagur leikskólans 2019.…

Menntamálaráðherra heimsótti Kennarahúsið

08. Jan. 2019

Mennta- og menningarmálaráðherra heimsótti Kennarahúsið í dag ásamt samstarfsfólki úr ráðuneytinu. Lilja Dögg Alfreðsdóttir ráðherra kynnti sér fjölbreytta starfsemi Kennarasambands Íslands og heilsaði upp á starfsfólk. Eftir ferð um húsið tók við fundur með…

Að yrkja á íslensku – samkeppni í tilefni Dags leikskólans

07. Jan. 2019

Blásið hefur verið til samkeppni meðal leikskólabarna í tilefni Dags leikskólans sem haldinn verður hátíðlegur, venju samkvæmt, 6. febrúar næstkomandi. Verkefnið er að „yrkja á íslensku“ á hvaða formi sem hentar leikskólabörnum best. Hægt er að senda ljóð,…

Pistlar

Eitt barn, einn kennari, ein bók og einn penni...

Af mörgum mögnuðum ræðum sem fluttar hafa verið á vettvangi Sameinuðu þjóðanna er ein í sérstöku uppáhaldi hjá mörgum. Það er ræða sem Malala Yousafzai flutti sumarið 2013. Ræðuna flutti hún tæpum tveimur árum eftir að vígamaður talíbana ruddist inn í…

Skólavarðan

  • Að stýra skóla í orði og á borði

    Á köldum og fallegum sunnudagsmorgni settist ég niður og las grein í nýútkomnu Tímariti um uppeldi og menntun um sýn skólastjóra á hlutverk og gildi í starfi sínu. Í greininni er fjallað um starf skólastjóra út frá þeirri hugmynd að starfið byggi í grundvallaratriðum á siðferði þeirra einstaklinga sem starfinu gegna. Vísað er til rannsókna sem sýna að þótt leiðtogar styðjist við siðferðileg gildi í störfum sínum sé mjög algengt að þeir séu ekki meðvitaðir um hver þessi gildi séu.

  • Af hverju ættu karlar að verða leikskólakennarar?

    Stutta svar okkar við þessari spurningu væri einfaldlega „hvers vegna ekki“?

    En ef við tölum í fullri alvöru þá fylgir því að starfa í leikskóla margskonar jákvæður ávinningur. Fyrir það fyrsta myndum við telja leikskólastarfið eitt af þeim störfum sem mögulega gefur hvað mest af sér í ljósi þess að hver vinnudagur er einstakt ævintýri, vinnuvikan flýgur áfram á ógnarhraða auk þess sem enginn dagur í vinnunni er eins. Þá er vel er vitað og ritað að börn eru vel flest einhverjir mestu gleðigjafar sem hægt er að finna og það að starfa á leikskóla getur alið af sér ótal góðar stundir og minningar sem líklega munu lifa með okkur ævina á enda.