is / en / dk

Kennarahúsið verður lokað þriðjudaginn 15. október vegna fundar með trúnaðarmönnum Kennarasambandsins. Skrifstofan verður opnuð á hefðbundnum tíma, klukkan níu, miðvikudaginn 16. október.
Óhætt er að segja að Selfoss sé suðupottur faglegrar umræðu um skóla- og menntamál í dag. Ríflega sex hundruð félagsmenn KÍ eru staddir í bænum og ræða málin á námstefnu annars vegar og haustþingi hins vegar.  Skólastjórafélag Íslands heldur árlega námstefnu sína á Hótel Selfossi í dag. Dagskrá er að vanda fjölbreytt en hæst ber framlag hins þekkta og virta fræðimanns, , sem heldur tvo fyrirlestra á námstefnunni í dag auk þess að stýra málstofu í fyrramálið. Þá fluttu erindi í morgun, Arnar Þór Jónsson héraðsdómari sem fjallaði um traust, virðingu og ábyrgð og Guðlaug Sturlaugsdóttir, skólastjóri í Árbæjarskóla, sem flutti erindi um kennslufræðilega forystu skólastjórnenda. Þátttaka er með allra besta móti en þrjú hundruð skólast...
Kennarasamband Íslands, fyrir hönd Félags leikskólakennara, og Skerjagarður hafa gert samkomulag um viðræðuáætlun vegna komandi kjarasamninga.  Samkomulagið kveður meðal annars á um eingreiðslu að upphæð 105 þúsund krónur sem verður greidd út um næstu mánaðamót, 1. nóvember. Starfsfólk í fæðingarorlofi fær einnig eingreiðslu. Það er sameiginlegur samningur aðila að eingreiðslan sé hluti fyrirhugaðra launabreytinga á gildistíma hinna endurnýjuðu kjarasamninga og verði metin sem hluti af kostnaðaráhrifum þeirra.  Skrifað var undir samkomulagið i fyrradag.  er staðsettur við Bauganes í Skerjafirði. 
Kennarasamband Íslands, fyrir hönd Félags leikskólakennara, og Karen ehf., vegna leikskólans Gimlis, hafa gert með sér samkomulag um eingreiðslu og viðræðuáætlun vegna komandi kjarasamninga. Eingreiðslan, sem samið er um, nemur 105 þúsund krónum og verður greidd út  um næstu mánaðamót. Starfsfólk í fæðingarorlofi fær einnig eingreiðslu. Það er sameiginlegur samningur aðila að eingreiðslan sé hluti fyrirhugaðra launabreytinga á gildistíma hinna endurnýjuðu kjarasamninga og verði metin sem hluti af kostnaðaráhrifum þeirra.  Skrifað var undir samkomulagið í gær.  Karen ehf. rekur leikskólann Gimli sem er staðsettur í Reykjanesbæ.
Samstarfsráð um starfsþróun kennara og skólastjórnenda skilaði á dögunum tillögum til Lilju Alfreðsdóttur mennta- og menningarmálaráðherra um framtíðarsýn fyrir starfsþróun kennara. Tillögur þessar eru nýmæli þar sem ekki hefur legið fyrir sameiginleg framtíðarsýn á málefni starfsþróunar t.d. milli ólíkra skólastiga og rekstraraðila skóla.  Fulltrúar Kennarasambands Íslands, Sambands íslenskra sveitarfélaga, kennaramenntunarstofnana og mennta- og menningarmálaráðuneytis áttu sæti í ráðinu. Anna María Gunnarsdóttir, varaformaður KÍ og Þorsteinn Sæberg, formaður Skólastjórafélags Íslands voru fulltrúar KÍ í stýrihóp ráðsins. Anna María Gunnarsdóttir fagnar þessari sameiginlegu framtíðarsýn um starfsþróun kennara:  „Þær tillögur sem...
Kennarasamband Íslands, fyrir hönd Félags leikskólakennara, hefur skrifað undir samkomulag um viðræðuáætlun vegna komandi kjarasamninga milli Hjallastefnunnar og KÍ. Samkomulagið kveður m.a. á um eingreiðslu að upphæð 105.000 krónur sem greidd verður út 1. nóvember nk. Starfsfólk í fæðingarorlofi fær einnig eingreiðslu. Það er sameiginlegur skilningur aðila að eingreiðslan sé hluti fyrirhugaðra launabreytinga á gildistíma endurnýjaðra kjarasamninga og verði metin sem hluti af kostnaðaráhrifum þeirra.  
Kennarasamband Íslands, fyrir hönd Félags leikskólakennara, og Skólar ehf. hafa gert samkomulag um viðræðuáætlun vegna komandi kjarasamninga.  Samkomulagið kveður meðal annars á um eingreiðslu að upphæð 105 þúsund krónur sem verður greidd út um næstu mánaðamót, 1. nóvember. Starfsfólk í fæðingarorlofi fær einnig eingreiðslu. Það er sameiginlegur samningur aðila að eingreiðslan sé hluti fyrirhugaðra launabreytinga á gildistíma hinna endurnýjuðu kjarasamninga og verði metin sem hluti af kostnaðaráhrifum þeirra.  Skrifað var undir samkomulagið fyrr í dag. Samkvæmt samkomulaginu er stefnt að undirritun nýs kjarasamnings fyrir árslok.  Skólar ehf. reka Heilsuleikskólana Krók, Kór, Skógarás, Hamravelli og Ungbarnaleikskólann Ársól....
Ungir kennarar – framtíð kennarastarfsins var yfirskrift um heim allan. Því var ákveðið að helga Skólamálaþing KÍ 2019 umræðu um framtíð kennarastéttarinnar. Skólamálaþing fór fram í Veröld – húsi Vigdísar fimmtudaginn 3. október. Njótið þess að að horfa á þingið.  Dagskráin var sem hér segir:  15:00    Setning, Anna María Gunnarsdóttir, varaformaður KÍ 15:10    Lilja Dögg Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra 15:20    Huginn Freyr Þorsteinsson heimspekingur, Framtíð kennarastarfsins og fjórða iðnbyltingin 15:40    Sólveig María Árnadóttir, formaður Stúdentafélags Háskólans á Akureyri 15:50    Júlíana Tyrfingsdóttir, leikskólastjóri 16:00    Hákon Sæberg, grunnskólakennari 16:10 ...
Úrslit í Smásagnasamkeppni KÍ voru gerð kunn við hátíðlega athöfn í Bókasafni Kópavogs fyrr í dag. Smásagnasamkeppnin var nú haldin í fimmta sinn og er tilefnið Alþjóðadagur kennara, eða kennaradagurinn, sem haldinn er hátíðlegur um heim allan 5. október ár hvert. Markmið kennaradagsins er að velja athygli á faglegu starfi kennara og fjölbreyttu skólastarfi.  Um tvö hundruð smásögur bárust þetta árið en þátttaka hefur frá upphafi verið mjög góð. Keppnisflokkarnir eru fimm og skiptast svona; leikskólinn, grunnskólinn 1. til 4. bekkur, grunnskólinn 5. til 7. bekkur, grunnskólinn 8. til 10. bekkur og framhaldsskólinn. Verðlaunahafar fengu viðurkenningarskjal, blómvönd og Lenovo-spjaldtölvu.  Dómnefnd skipuðu Þórdís Gísladóttir r...
Guðjón Hreinn Hauksson tók við sem nýr formaður Félags framhaldsskólakennara á fulltrúafundi félagsins sem haldinn er á Nauthól í Reykjavík í dag. Félagsmenn ræða á fundinum landslag kjarasamninga en einnig var kosið í nokkrar trúnaðarstöður.