is / en / dk

Félagsdómur felldi í gær úrskurð í svokölluðu „jafngildingarmáli“ Kennarasambands Íslands, vegna Félags grunnskólakennara, gegn Sambandi íslenskra sveitarfélaga. Úrskurður Félagsdóms er á þá leið að Samband íslenskra sveitarfélaga er sýknað af kröfu KÍ um að viðurkennt verði að kennarar með eldri leyfisbréf fái hækkanir til jafns við þá sem hafa leyfisbréf til kennslu á grundvelli meistaranáms. Jafngildingarákvæðið er að finna í núgildandi kjarasamningi FG og Sambandsins. Þar segir meðal annars: „Miða skal við, að kennarapróf, sem lögum samkvæmt veita kennurum sömu starfsréttindi, séu jafngild til launa án tillits til þess, á hvaða tíma þau hafa verið tekin." Fyrir rúmu ári, í október 2018, gerði stjórn FG kröfu um að kennarar fe...
Desember/annaruppbætur voru greiddar félagsmönnum aðildarfélaga KÍ. 1. desember síðastliðinn. Desember/annaruppbót er greidd miðað við starfshlutfall og starfstíma félagsmanns. Útreikningar annar/desemberuppbóta eru misjafnir eftir aðildarfélögum KÍ. Tímabil annaruppbóta FG, SÍ og FT er haustönnin. Tímabil desemberuppbótar FL og FSL er 1. janúar til 30. nóvember fyrir félagsmenn sem hófu störf fyrir 1. september. Tímabil desemberuppbótar FF og FS er 1. janúar til 31. október. Annar/desemberuppbætur skerðast vegna launalauss leyfis, ólaunaðra veikinda, námsleyfa og fæðingarorlofs umfram lögbundið fæðingaorlof. Full uppbót til félagsmanna FL, FSL, FG, SÍ og FT er kr. 89.000. Full uppbót til félag...
Lesskilningur barna er mun lakari hér á landi en á hinum Norðurlöndunum og töluvert undir meðaltali OECD-ríkja. Lesskilningur og læsi á stærðfræði og náttúrufræði hefur lítið breyst frá síðustu PISA-könnun fyrir þremur árum. Þriðjungur drengja mælist ekki með grunnhæfni í lesskilningi og í heildina nær fjórðungur nemenda ekki viðmiðum. Þetta er meðal atriða sem er að finna í niðurstöðum nýrrar PISA-könnunar OECD (Efnahags- og framfarastofnunarinnar) sem voru kynntar á blaðamannfundi í menntamálaráðuneytinu í morgun.  Könnunin var lögð fyrir 15 ára nemendur á Íslandi vorið 2018. Hérlendis tóku 87% allra 15 ára nemenda þátt í prófinu. PISA er alþjóðlegt könnunarpróf sem er lagt fyrir nemendur í 79 löndum á þriggja ára fresti. Kannaður ...
Samningafundur Viðræðunefndar KÍ (VKÍ) og samninganefndar Sambands íslenskra sveitarfélaga fór fram í gær.  Ágætt samtal var á fundinum um launasetningu félagsmanna KÍ sem starfa hjá sveitarfélögunum. VKÍ fór yfir launamyndunarþætti félaganna og mögulegar hugmyndir að launasetningu þvert á aðildarfélög. Næsti fundur verður boðaður fljótlega.   Eldri fréttir  
Sjúkrasjóðs KÍ taka gildi 1. janúar 2020. Helstu breytingar eru samruni meðferðarstyrkja hjá „löggiltum heilbrigðisstarfsmanni“ (sjá á ), ekki er lengur styrkt það sem íslenska heilbrigðiskerfið niðurgreiðir/tekur þátt í og breyttar reglur hvað varðar sjúkradagpeninga o.fl. Samkvæmt reglum stjórnar Sjúkrasjóðs KÍ skal endurskoða úthlutunarreglur sjóðsins eigi sjaldnar en einu sinni á ári. Síðast var reglum breytt 1. desember 2017. Við hvetjum félagsmenn til að kynna sér nýju reglurnar og ef þeir eiga/eru með útistandandi reikninga/kvittanir að sækja um til sjóðsins áður en nýju reglurnar taka gildi.  Athugið: Að ekki verður hægt að sækja styrki samkvæmt eldri reglum eftir 31. desember 2019. Opnað verður fyrir um...
Kennarafélag Fjölbrautaskólans í Garðabæ segir algerlega óviðunandi að framhaldsskólakennarar hafi verið samningslausir í um níu mánuði. Stjórn félagsins hvetur samningsaðila til að herða á kjaraviðræðum enda sé grunnforsenda eðlilegs vinnumarkaðar að launþegar starfi eftir gildum kjarasamningi. Þetta er meðal þess sem kemur fram í ályktun sem félagið sendi frá sér fyrr í dag. „Ábyrgð ríkisvaldsins er mikil i þessum efnum," segir í ályktuninni.   Ályktun stjórnar Kennarafélags FG um stöðu samningamála Stjórn Kennarafélags Fjölbrautaskólans í Garðabæ hvetur samningsaðila í kjaramálum framhaldsskólakennara til þess að herða á vinnu í kjaraviðræðum ríkisins og Félags framhaldsskólakennara, FF. Nú hafa framhaldsskólakennarar ...
Christer Holmlund hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri Norrænu kennarasamtakanna (NLS) frá vordögum 2020. Holmlund er formaður Finnska-sænskumælandi kennarasambandsins (Finlands svenska lärarförbund – FSL) sem er hluti af Finnska kennarasambandinu (OAJ). Holmund hefur gegnt formennsku í FSL síðan 2014, þar áður var hann ritari og umboðsmaður sama félags og þar áður skólastjóri og kennari í Grankulla í Finnlandi.  Fráfarandi framkvæmdastjóri, Anders Rusk, er mörgum félögum KÍ kunnugur enda hefur hann sótt Ísland heim nokkrum sinnum. Rusk mætti til síðasta þings KÍ sem fram fór 2018. Hann hefur verið framkvæmdastjóri NLS síðan 2010 en fer á eftirlaun næsta vor. Rusk var í við Skólavörðuna árið 2015.  Þá verða einnig formannsskipti í...
Samningafundur viðræðunefndar Kennarasambands Íslands og samninganefndar Sambands íslenskra sveitarfélaga fór fram í húsakynnum ríkissáttasemjara í gær. Farið var yfir þau mál sem tengjast markmiðum samningsaðila í kjarasamningsgerðinni. Næsti fundur verður mánudaginn 2. desember nk.   .  
Yfir 100 sérkennarar sitja nú fræðsludag Félags sérkennara á Íslandi. Lilja Dögg Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra, ávarpaði hópinn í morgun og er nú verið að fara yfir helstu nýjungar í fræðunum.  Í morgun veitti Félag sérkennara þeim Ásthildi B. Snorradóttur og Bjarteyju Sigurðardóttur talmeinafræðingum viðurkenningu fyrir námsefnið Orðagull.  
Stór tíðindi berast nú úr ranni Orlofssjóðs Kennarasambands Íslands (OKÍ). Stjórn sjóðsins ákvað í október síðastliðnum að hefja söluferli húseigna sjóðsins við Sóleyjargötu 25 og 33. Á sama tíma hóf stjórn Orlofssjóðs, með samþykki stjórnar Kennarasambands Íslands, vinnu við að undirbúa kaup á nýjum orlofsíbúðum í Reykjavík. Stjórn OKÍ festi í dag kaup á tíu nýjum íbúðum í nýbyggðu fjölbýlishúsi við Vörðuleiti 2 í Reykjavík. Húsið er í nýju hverfi á reit Útvarpshússins við Efstaleiti. Stutt er i alla þjónustu enda Efstaleitið miðsvæðis í borginni; Kringlan og Borgarleikhúsið eru í göngufæri svo dæmi sé tekin.  Um er að ræða fjölbýlishús sem í eru tíu íbúðir; tvær þriggja herbergja íbúðir, sjö tveggja herbergja íbúðir og eina stú...