is / en / dk

11. Nóvember 2014

Kennsluumhverfið – hlúum að rödd og hlustun er ný handbók um hvernig bregðast má við hávaða í skólum og hvernig kennarar geta verndað rödd sína og lært að beita henni rétt. 

Handbókinni er ætlað að fræða kennara, skólastjórnendur og aðra starfsmenn skóla um flókið samspil raddar, hlustunar og umhverfis. Röddin er atvinnutæki kennara og mikilvægt að gera sér grein fyrir hvað getur skaða hana og ekki síst hvernig hægt að koma í veg fyrir raddveilur. Rödd kennarans þarf að vera áheyrileg og geta gegnt ætlunarverki sínu, nemandinn þarf að hafa gagn af hlustun og umhverfið má ekki spilla fyrir. Þetta eru allt þættir sem eru til umfjöllunar í nýju handbókinni. 

Dr. Valdís Jónsdóttir, radd- og talmeinafræðingur, er höfundur bókarinnar en að útgáfunni standa Kennarasamband Íslands og Samband íslenskra sveitarfélaga. Dreifing handbókarinnar í alla skóla landsins, leik-, grunn, framhalds- og tónlistarskóla, er hafin. Þá verður handbókin send til ýmissa stofnana og hagsmunaaðila. 

Kennarar og aðrir sem starfa í skólum er hvattir til að kynna sér efni handbókarinnar, hana má nálgast hér, og einnig er gagnlegt að skoða og prenta út skjal þar sem farið er yfir úrræði sem hægt er að nota gegn hávaða. 

Tengt efni