is / en / dk

12. Nóvember 2014

Kennarafélag Menntaskólans í Hamrahlíð hefur sent frá sér ályktun þar sem áformum menntamálaráðherra um styttingu náms til stúdentsprófs er mótmælt harðlega. 

Ályktun fundar í Kennarafélagi MH, 10. nóvember 2014

"Fundur í Kennarafélagi Menntaskólans við Hamrahlíð mótmælir áformum mennta- og menningarmálaráðherra um að stytta námstíma til stúdentsprófs um fjórðung. Það mun óhjákvæmilega rýra innihald prófsins og gæði. Fundurinn álítur að kostir áfangakerfisins, sem Menntaskólinn við Hamrahlíð og fjöldi annarra skóla hafa þróað í áratugi, muni skerðast og sá sveigjanleiki sem kerfið býður upp á muni minnka. Styttingin muni þannig auka einsleitni framhaldsskóla sem ekki getur talist eftirsóknarvert. Fundurinn fordæmir að keyra eigi styttingu í gegn án allrar faglegrar og málefnalegrar umræðu.

Fundurinn mótmælir því harðlega að meina nemendum eldri en 25 ára aðgang að ríkisreknum framhaldsskólum til að auka menntun sína og færni. Standa skal vörð um jafnrétti til náms.

Hátt menntunarstig þjóðar er eftirsóknarvert markmið sem kemur öllum til góða. Alþjóðlegar rannsóknir sýna, svo ekki verður um villst, að fjárframlög sem varið er til menntunar skila sér margfalt aftur til samfélagsins."

Tengt efni