is / en / dk

21. Nóvember 2014

Félagi tónlistarskólakennara hefur borist erindi frá Tónskóla Sigursveins þess efnis að möguleikar á gerð sérstaks tímabundins samnings verði kannaðir. Markmiðið er að aflétta verkfalli kennara í umræddum skóla.

Forráðamenn FT og KÍ ræddu málið við stjórnendur skólans í dag.

„Við tökum þetta erindi til skoðunar miðað við þá alvarlegu stöðu sem er uppi í kjaradeilu FT og Sambands íslenskra sveitarfélaga“ segir Sigrún Grendal, formaður FT.

Fundi í kjaradeilu félagsins við Samband íslenskra sveitarfélaga lauk án niðurstöðu á tólfta tímanum í dag. Næsti fundur hefur verið boðaður klukkan eitt á mánudag.

Tengt efni