is / en / dk

16. Desember 2014

Skipaður hefur verið starfshópur um endurskoðun á reglum Verkefna- og námsstyrkjasjóðs Félags grunnskólakennara og Skólastjórafélags Íslands. Er það gert á grundvelli bókunar 1 með kjarasamningum Sambands íslenskra sveitarfélaga (SNS) vegna Félags grunnskólakennara annars vegar og Skólastjórafélags Íslands hins vegar frá 2011. Bókunin er svohljóðandi:

Samningsaðilar eru sammála um að á samningstímanum verði núverandi fyrirkomulag Verkefna- og námsstyrkjarsjóðs FG og SÍ (Vonarsjóðs) tekið til endurskoðunar með það að markmiði að símenntun félagsmanna FG og SÍ styðji sem best við framþróun í skólastarfi.

Starfshópurinn er skipaður átta fulltrúum, tveimur frá FG, tveimur frá SÍ, tveimur frá SNS og tveimum fulltrúum úr stjórn sjóðsins. Starfshópurinn er ráðgefandi fyrir samstarfsnefndir og samninganefndir og er áætlað að starfshópurinn skili af sér tillögum til samstarfsnefnda Sambands íslenskra sveitarfélaga og Kennarasambands Íslands vegna FG og SÍ í lok janúarmánaðar 2015.

Ekki verða gerðar neinar breytingar á núverandi úthlutunarreglum sjóðsins fyrr en vinna starfshópsins liggur fyrir og nýjar reglur samþykktar af samstarfsnefndum. Af þeim sökum verður ekki opnað fyrir hópstyrki eða skólaheimsóknir/kynnisferðir einstaklinga til útlanda úr C hluta sjóðsins. Það sama á við um skólaheimsóknir/kynnisferðir einstaklinga til útlanda úr A hluta.

Tengt efni