is / en / dk

17. Desember 2014

„Ég er búin að átta mig á því að sonur minn sem situr hér í 8. bekk er í raun að taka námsefni fyrsta árs í framhaldsskóla á Íslandi. Í fyrstu varð ég skiljanlega pínu skelkuð og viss um að þetta yrði honum ofraun en annað hefur komið á daginn. Þrátt fyrir að vera að glíma við mun þyngra námsefni og þar að auki á framandi tungumáli þá virðist þetta einfaldlega gera honum gott,“ skrifar Erla Ragnarsdóttir, framhaldsskólakennari við Flensborgarskólann, í Vikupósti á vefsíðu FF.

Erla dvaldi í Berlín um þriggja mánaða skeið og segir það hafa verið mikið lán fyrir kennara í námsorlofi. Hún segir nám sonar síns í þýskum skóla hafa sannfært sig um að hægt sé að stytta nám til stúdensprófs en það skipti hins vegar máli hvernig það er gert. Erla segir ekkert lestrarátak í skóla sonarins í Berlín. Að sögn skólastjórans eru mörg ár síðan menn höfðu áhyggjur af slíku – áherslan sé lögð á hið talaða mál. Þá leggi kennarar stund á fjölbreyttar kennsluaðferðir. 

Vikupóst Erlu, sem er sá síðasti sem birtist á þessu ári, má lesa á vefsíðu FF

 

Tengt efni