is / en / dk

19. Desember 2014

Kennarasamband Íslands færði í morgun Barnaheill - Save the Children styrk að upphæð 300 þúsund krónur. Ákvörðun um styrkveitinguna var tekin á fundi stjórnar KÍ þann 12. desember síðastliðinn. 

Þórður Á. Hjaltested, formaður Kennarasambands Íslands, heimsótti af þessu tilefni skrifstofur Barnaheilla og þar tók Erna Reynisdóttir framkvæmdastjóri við styrkfénu. 

Barnaheill eru frjáls félagasamtök, þau stærstu á alþjóðavettvangi sem starfa í þágu barna, voru stofnuð árið 1989. Þau eiga aðild að Save the Children International en að þeim standa þrjátíu félög sem starfa í 120 löndum. Barnaheill hafa frá stofnun lagt áherslu á starf innanlands og eru helstu áherslur að standa vörð um réttindi barna. 

Kennarasambandið hefur ekki sent út jólakort um langt árabil en þess í stað lætur sambandið fé af hendi rakna til góðgerðarfélaga. Fjöldi samtaka hefur notið góðs af jólakortastyrk KÍ og má þar nefna Umhyggju, Barnaspítala Hringsins, Þroskahjálp, Unglingadeild SÁÁ, Mæðrastyrksnefnd, Krabbameinsfélagið og Hjálparstarf kirkjunnar. 

Tengt efni