is / en / dk

24. Febrúar 2015

Árið 2012 var úthlutað um 1,3 milljörðum kr. til starfsþróunar í leik-, grunn-, framhalds- og tónlistarskólum úr innlendum fræðslusjóðum. Upphæðin var um einn milljarður árið 2013. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu þar sem reynt er að varpa ljósi á þau tækifæri sem félagsmenn Kennarasambands Íslands hafa til starfsþróunnar, en hún var unnin af Rannsókna- og þróunarmiðstöð Háskólans á Akureyri að beiðni fagráðs um símenntun og starfsþróun kennara*. Í skýrslunni er farið yfir möguleika kennara, skólastjórnendenda, náms- og starfsráðgjafa sem og sérkennslu- og kennsluráðgjafa til starfsþróunnar.

Greiningin sem skýrslan byggir á tekur til sjóða sem standa félagsmönnum KÍ í leikskólum, grunnskólum, framhaldsskólum og tónlistarskólum til boða. Í henni var aðkoma ríkis, sveitarfélaga og háskólastofnana að starfsþróun félagsmanna könnuð. Niðurstöður skýrslunnar eru ekki tæmandi en þær gefa engu að síður góða mynd af því hvaða sjóðir styðja starfsþróun félagsmanna, hverskonar starfsþróun er styrkt og hversu miklum fjármunum er varið í málaflokkinn. 

Nánari upplýsingar:

  • Vinna við skýrsluna fór fram á tímabilinu febrúar til maí 2014 og aftur í desember 2014 og byggir á þeim upplýsingum sem fengust frá viðeigandi aðilum. Hagfræðingur KÍ vann töflur í viðauka 1. í skýrslunni.
  • Gagnaöflun frá einstökum sjóðum gekk misjafnlega sem veldur því að í skýrslunni gætir ákveðins misræmis í framsetningu. 

* Fagráð um símenntun og starfsþróun kennara skipa fulltrúar KÍ, menntamálaráðuneytis og háskóla sem mennta kennara og sveitarfélaga. 

Tengt efni