is / en / dk

27. Febrúar 2015
Nýtt vinnumat grunnskólakennara verður tekið upp.

Meirihluti félagsmanna í Félagi grunnskólakennara hefur samþykkt upptöku nýs vinnumats. Atkvæðagreiðsla um vinnumat stóð yfir frá klukkan 9 föstudaginn 13. febrúar til klukkan 13 í dag, föstudaginn 27. febrúar.

Úrslit atkvæðagreiðslunnar eru svohljóðandi:
Á kjörskrá voru 4.453
Atkvæði greiddu 2.942 eða 66,1%
Já sögðu 1.701 eða 57,8%
Nei sögðu 1.160 eða 39,4%
Auðir seðlar voru 81 eða 2,8%

Félag grunnskólakennara og Samband íslenskra sveitarfélaga skrifuðu undir kjarasamning 20. maí 2014 og fól samningurinn í sér að að gert yrði nýtt vinnumat þar sem metinn yrði sá tími sem kennari ver til skilgreindra verkefna. Verkefnisstjórn um vinnumat var skipuð síðasta sumar og vann að gerð vinnumatsins. Hægt er að kynna sér störf verkefnisstjórnar á vefnum vinnumat.is.

Tengt efni