is / en / dk

14. október 2015

Dagana 19. til 23. október nk. er vinnuverndarvika Evrópsku vinnuverndarstofnunarinnar. Þetta árið er fjallað um streitu og er yfirskriftin „Góð vinnuvernd vinnur á streitu“. Talið er að þriðjungur kennara þjáist af mikilli streitu og/eða kulnun. Vinnustreita er ástand sem einstaklingur upplifir þegar kröfurnar í vinnunni eru meiri en einstaklingnum finnst hann ráða við. Langvarandi streita getur leitt til kulnunar og haft alvarleg áhrif á heilsufar, vinnugleði og líðan.

Vinnuumhverfisnefnd KÍ vill hvetja kennara og skólastjórnendur til að huga að starfsumhverfi sínu í tilefni af vinnuverndarvikunni, sérstaklega með tilliti til álags og streitu.
 

GAGNLEGAR UPPLÝSINGAR:

Í tilefni af vinnuverndarvikunni heldur Vinnueftirlitið ráðstefnu fimmtudaginn 22. október kl. 13:00 til 16:00 í Gullteigi á Grand Hóteli Reykjavík. Ráðstefnan er öllum opin og aðgangur ókeypis. Bein útsending verður frá ráðstefnunni á YouTube rás Vinnueftirlitsins. Sjá auglýsingu hér.

 

Tengt efni