is / en / dk

05. október 2015

„Hlutverk kennara hefur aldrei verið eins mikilvægt og nú í að byggja upp sjálfbært samfélag en stór liður í því er gæðamenntun fyrir alla, jöfn tækifæri til menntunar og vel menntaðir einstaklingar. Menntun er réttur allra en ekki fárra útvaldra. Kennarar gegna meginhlutverki í því að vinna að réttlátu samfélagi í öllum heiminum.“

Þetta er meðal þess sem kemur fram í grein Þórðar Hjaltested, formanns KÍ, og Aðalheiðar Steingrímsdóttur, varaformanns KÍ, sem birt er í Fréttablaðinu og á Vísi í dag.

Þórður og Aðalheiðar segja jafnframt að sífellt fleiri geri sér grein fyrir því mikilvæga hlutverki sem kennara hafa í menntun barna og þætti kennara í að gera fólki kleift að verða virkir þátttakendur í samfélaginu. Styðja þurfi markvisst við kennara til að ná þessu markmiði. Þau segja kennara þurfa að búa við góð starfsskilyrði og vinnuumhverfi. „Kennarar eru sérfræðingar í námi og kennslu. Virða ber faglegt sjálfstæði kennara og treysta skal fagmennsku þeirra,“ segir í greininni. 

Grein Þórðar og Aðalheiðar. 


 

Tengt efni