is / en / dk

05. október 2015

Skólavarðan, tímarit Kennarasambands Íslands, kemur út í dag í tilefni alþjóðadags kennara. Tímaritið er að venju stútfullt af áhugaverðu efni sem tengist kennurum, skólum og menntamálum almennt. Meðal efnis í Skólavörðunni að þessu sinni:

 

ERFITT AÐ VINDA OFAN AF EINKAVÆÐINGU

Berglind Rós Magnúsdóttir lektor segir ýmis stefnumið menntayfirvalda ógna faglegu sjálfstæði kennara og fjölbreytni í skólastarfi. Hún er einnig gagnrýnin á hlutverk og skipulag Menntamála-stofnunar.

SLÖKUN Á SKÓLATÍMA

Nemendum í Oddeyrarskóla á Akureyri gefst kostur á slökun eða hugleiðslu á skólatíma. Æ fleiri nemendur sækjast eftir að komast í slíka tíma og viðbrögð foreldra og kennara eru jákvæð.

VANLÍÐAN NEMENDA ER ÁLAGSÞÁTTUR

Fulltrúar norrænu kennarasamtakanna komu saman á Grænlandi síðsumars og ræddu meðal annars vanrækslu og vanlíðan nemenda en erindi vegna slíkra mála hafa margfaldast í Danmörku.

DAGUR Í LÍFI TÓNLISTARKENNARA

Stefán Ómar Jakobsson hefur kennt börnum tónlist í Hafnarfirði um langt árabil. Hann semur líka tónlist og spilar með öðrum. Anton Brink ljósmyndari fylgdi Stefáni Ómari eftir einn annasaman dag.

LEIKSKÓLAFÓLK Í EVRÓPUSAMSTARFI

Leikskólakennarar í leikskólanum Álfaheiði brugðu undir sig betri fætinum og heimsóttu leik- og grunnskóla í Hollandi, Englandi og Svíþjóð. Fjölmargar hugmyndir kviknuðu í ferðinni.

 

Það er mjög þægilegt að lesa Skólavörðuna í spjaldtölvu eða í síma og hægt að nálgast smáforrit í App Store og Google Play. Einnig er hægt að lesa Skólavörðuna á netinu.

 

Tengt efni