is / en / dk

03. Nóvember 2015

Píanókeppni Íslandsdeildar EPTA (Evrópusambands píanókennara) fer fram í Salnum í Kópavogi dagana 4. til 8. nóvember. 

Píanókeppnin fer fram á eftirfarandi tímum:

  • Miðvikudaginn 4. nóv. kl. 9:00-15:00: 1. flokkur – 14 ára og yngri
  • Miðvikudaginn 4. nóv. kl. 16:00-18:00: Keppni í Yngsta flokki – 10 ára og yngri / Tónleikar og verðlaunaafhending
  • Fimmtudaginn 5. nóv. kl. 9:00-18:00: 2. flokkur – 18 ára og yngri / 3. flokkur – 25 ára og yngri
  • Laugardaginn 7. nóv. kl. 10:00-16:00: Úrslit – 1. flokkur, 2. flokkur, 3. flokkur
  • Sunnudaginn 8. nóv. kl. 14:00-16:00: Verðlaunaafhending – Dagskrárlok

Tímasett dagskrá með nöfnum þátttakenda
„Það er einlæg ósk Íslandsdeildar EPTA að skólastjórnendur, píanókennarar, nemendur og aðrir áhugasamir brjóti upp hefðbundna stundaskrá meðan á keppninni stendur og komi og fylgist með þátttakendum flytja verk sín. Það er allt í senn faglega hvetjandi, skemmtilegt, spennandi og lærdómsríkt að fylgjast með viðburði sem þessum,“ segir í kynningu EPTA. 

Aðgangur er öllum opinn – ókeypis fyrir nemendur – kr. 1.000 fyrir aðra.
    

Tengt efni