is / en / dk

04. Nóvember 2015

Nýsköpunarkeppni grunnskólanemenda (NKG) hefur fest sig í sessi víða í grunnskólum landsins. Verkefnið hefur vaxið og dafnað og tekur á móti um 2.000 hugmyndum frá yfir þrjú þúsund börnum um allt land á ári hverju.

Nýsköpunarkennsla þar sem unnið er með eigin uppfinningar, frá hugmynd að vöru er sífellt að þróast, ýmist þvert á aðrar námsgreinar eða með tímum í stundatöflu. NKG er stuðningur við það starf og heldur áfram að þróast í takt við nýjar þarfir.

Viðburðir verkefnisins eru í farvegi forsvarsmenn NKG eru stoltir af samstarfi við Bakhjarla. Starfið miðar að því að þátttakendur í vinnusmiðju fari heim með fulla tösku af verkfærðum, nýjar víddir og opinn huga fyrir eigin sköpunargáfu go tækifærum.

Nemendur í 5., 6. og 7. bekk grunnskóla geta tekið þátt (auk þess nemendur í 4. og 8. bekk í skólum með færri en 50 nemendur).

  • Um leið og nemendur hafa fengið hugmynd að uppfinningu geta þeir tekið þátt í NKG (mest tveir saman í hóp). Uppfinningunni þarf að lýsa í texta, skissa upp mynd eða búa til myndskeið og láta tengil fylgja með (til dæmis á YouTube).
  • Umsóknarfrestur er eigi síðar en 11. apríl 2016.
  • Nemendur munu keppa um boð í þriggja daga vinnusmiðju sem er pökkuð af fróðleik og skemmtun í bland, þar sem leiðbeinendur aðstoða þátttakendur við að koma hugmyndum sínum í frumgerðir. Vinnusmiðja fer fram 19.-21. maí 2016.
  • Verðlaun eru stórglæsileg. 
  • VILJI 2016 hvatningarverðlaun kennara. Tekið er á móti rafrænum tilnefningum og umsóknum til 15. apríl 2016.

 


 

Tengt efni