is / en / dk

13. Nóvember 2015

Meirihluti félagsmanna í Skólastjórafélagi Íslands hefur samþykkt nýgerðan kjarasamning félagsins við Samband íslenskra sveitarfélaga. Samningurinn var undirritaður í húsakynnum Ríkissáttasemjara að kvöldi 4. nóvember síðastliðinn. 

Allsherjaratkvæðagreiðslu um samninginn lauk klukkan 14 í dag. 

Úrslit voru sem hér segir: 

Á kjörskrá voru 511

Atkvæði greiddu 354 eða 69,28%

Já sögðu 249 eða 70,34%

Nei sögðu 87 eða 24,58%

Auðir seðlar voru 18 eða 5,08%

Gildistími hins nýja kjarasamnings er frá 1. júní 2015 til 31. mars 2019. 

 

Tengt efni