is / en / dk

17. Nóvember 2015

FÉLAGSMENN FG OG SÍ ATHUGIÐ:

Í bókun 1 með kjarasamningum Sambands íslenskra sveitarfélaga (SNS) og Félags grunnskólakennara (FG) annars vegar og Skólastjórafélags Íslands (SÍ) hins vegar kemur fram að endurskoða skuli reglur Verkefna- og námstyrkjasjóðs FG og SÍ með það að markmiði að símenntun félagsmanna FG og SÍ styðji sem best við framþróun í skólastarfi. Skipaður var starfshópur með fulltrúum frá FG, SÍ, SNS og stjórn sjóðsins. Starfshópurinn gerði tillögur að breytingum á reglum sjóðsins sem samþykktar voru af samstarfsnefndum Sambands íslenskra sveitarfélaga og Kennarasambands Íslands vegna FG og SÍ 29. október sl.

Nýjar samþykktir og reglur um Vonarsjóð FG og SÍ taka gildi frá og með 2. maí 2016. Frá þeim tíma geta félagsmenn framvísað kvittunum sem eru allt að sex mánaða gamlar og taka þá mið af nýjum styrkfjárhæðum.


Athugað að skólaárið 2015-2016 verða EKKI:

  • Veittir hópstyrkir eða styrkir vegna skólaheimsókna/kynnisferða einstaklinga til útlanda samkvæmt C-hluta.
  • Veittir styrkir til rannsókar- og þróunarverkefna samkvæmt E-hluta.
  • Veitt námsleyfi samkvæmt F-hluta.

 

Tengt efni