is / en / dk

27. Nóvember 2015

Kennarasamband Íslands og kennaradeild Háskólans á Akureyri skrifuðu fyrr í vikunni undir samstarfssamning um málefni kennaramenntunar og fagleg málefni sem tengjast störfum félagsmanna KÍ í skólum. Aðalheiður Steingrímsdóttir varaformaður KÍ og Bragi Guðmundsson formaður kennaradeildar HA skrifuðu undir samþykktina fyrir hönd sinna stofnana.

Sett verður á fót samstarfsnefnd sem hefur þau markmið:

  1. Að efla kennaramenntun og kennarastarf.
  2. Að taka þátt í faglegri umræðu um kennaramenntun og kennarastarf á hverjum tíma, ræða meðal annars um breytingar á lögum og reglugerðum og skyld mál, fjalla um skipulag og úrbætur og eiga frumkvæði að umræðu um nýjungar.
  3. Að tryggja gagnkvæmt flæði upplýsinga milli KÍ og HA og sinna fræðslu- og kynningarverkefnum er þessu tengjast.

Samstarfsnefndin leggur sérstaka áherslu á að auka veg og virðingu kennaramenntunar og kennarastarfsins.
 

Tengt efni