is / en / dk

23. Desember 2016

Stjórn Kennarasambands Íslands hefur nú samþykkt að stefna Íslenska ríkinu vegna breytinga á lögum um lífeyrissjóði opinberra starfsmanna. Frumvarpið sem Alþingi samþykkti í gær var ekki í samræmi við það samkomulag sem gert var við forystu opinberu stéttarfélaganna og því hafði það samkomulag ekkert gildi þegar Alþingi fjallaði um málið. Þeir þingmenn sem fullyrtu að málið hefði verið unnið í samkomulagi við forystu opinberra starfsmanna töluðu því gegn betri vitund.

Kennarasamband Íslands hefur fallist á mikilvægi þess að gera lífeyrissjóði opinberra starfsmanna sjálfbæra og að kerfinu þurfi að breyta til að svo megi verða. KÍ hefur alla tíð bent á að besta leiðin til slíkra breytinga er að loka A deildinni og stofna nýja deild um áramót á breyttum forsendum. Félagsmenn KÍ hafa margir hverjir greitt í opinberu lífeyrissjóðina allan sinn starfsaldur og þegið lægri laun fyrir vikið gegn tryggari lífeyrisréttindum.

Sá forsendubrestur sem félagsmenn KÍ og aðrir opinberir starfsmenn standa nú frammi fyrir gengur gegn stjórnarskrá að mati forystu KÍ og mun félagið ganga alla leið til þess að verja hagsmuni félagsmanna.
 

Tengt efni


Warning: array_filter() expects parameter 1 to be array, null given in /home/kiis/public_html/modules/mod_articles_relative/helper.php on line 35

Warning: array_flip() expects parameter 1 to be array, null given in /home/kiis/public_html/modules/mod_articles_relative/helper.php on line 42