is / en / dk

22. Febrúar 2017

Markmið starfsfólks Kennarasambands Íslands er að veita félagsmönnum góða og hraða þjónustu og leysa snarlega úr öllum málum sem upp koma. Starfsemin er hins vegar viðamikil, á köflum flókin, og verkefnin sem berast starfsmönnum mörg og mismunandi. Þó að starfsemin gangi í meginatriðum vel þarf eins og á öðrum vinnustöðum að fara reglulega yfir stöðu mála, meta hvað er vel gert og hvað gengur ekki nægilega vel. 

Þetta var verkefni starfsmanna KÍ sem komu saman í húsnæði ÍSÍ í Laugardal í gær. Vinnan fram fór var unnin í framhaldi af úttekt sem Capacent gerði á starfsemi og rekstri KÍ á síðasta ári. Úrvinnsla skýrslu Capacent er hluti af starfsáætlun stjórnar KÍ á yfirstandandi ári. Á fundi starfsmanna í gær var farið yfir verkferla og sérstaklega rætt hvað vel er gert og á hvaða sviðum þarf að bæta starfsemina. Margt var tiltekið í umræðum, allt frá húsnæði KÍ í Kennarahúsinu sem að mörgu leyti hentar starfseminni illa, yfir í samskipti á vinnustað, símsvörun, almenna upplýsingagjöf og margt fleira. 

Næstu vikur munu stjórnendur í Kennarahúsinu fara yfir niðurstöður fundarins og er það von allra að vinnan í gær skili sér fljótlega í enn betri og hraðari þjónustu við félagsmenn en veitt er í dag.

 

 

 

Tengt efni


Warning: array_filter() expects parameter 1 to be array, null given in /home/kiis/public_html/modules/mod_articles_relative/helper.php on line 35

Warning: array_flip() expects parameter 1 to be array, null given in /home/kiis/public_html/modules/mod_articles_relative/helper.php on line 42