is / en / dk

23. Febrúar 2017

Félag grunnskólakennara hefur látið þýða og gefa út bókina „Finnska leiðin 2.0. Hvað getur umheimurinn lært af breytingum í finnska skólakerfinu?“ eftir dr. Pasi Sahlberg. Í eftirmála bókarinnar, sem ritaður er af Sir Ken Robinson, segir að megininntak Finnsku leiðarinnar sé að umbætur á skólakerfum snúist um að skapa ungu fólki ákjósanlegar aðstæður til að verða áhugasamir námsmenn, ánægðir einstaklingar og skilningsríkir, hugmyndaríkir borgarar.

„Talsmenn alþjóðlegu umbótastefnunnar í menntun (sem Sahlberg hefur gefið hið ágæta nafn GERM, eða sýkill) gætu fullyrt að markmið þeirra væri einmitt þetta en starfshættir sem þeir hafa innleitt í skólana hafa að mestu leyti haft öfug áhrif. Í hverju landinu á fætur öðru hefur stöðlunarstefnan þrengt námskrárnar, dregið úr vinnugleði, minnkað metnað, aukið kvíða og hamlað árangri jafnt nemenda sem kennara,“ segir Robinson ennfremur.

Félagmönnum í KÍ gefst tækifæri á að kaupa bókina á sérstökum félagskjörum í gegnum „Mínar síður“ Kennarasambands Íslands.

Aðrir sem hafa áhuga á að kaupa bókina geta pantað hana hér.

Dr. Pasi Sahlberg er gestaprófessor við Harvardháskóla og hefur hlotið alþjóðlegar viðurkenningar fyrir rannsóknir sínar á jöfnuði og góðum árangri í menntun. Hann hefur starfað sem ráðgjafi í menntamálum víða um heim, m.a. með forystumönnum á sviði menntamála í Bandaríkjunum, Kanada, Evrópu, Ástralíu, Austurlöndum nær, Afríku og Asíu. Metsölubók hans Finnish Lessons, sem hér birtist í íslenskri þýðingu Sigrúnar Á. Eiríksdóttur, hefur vakið mikla athygli um allan heim.

Tengt efni


Warning: array_filter() expects parameter 1 to be array, null given in /home/kiis/public_html/modules/mod_articles_relative/helper.php on line 35

Warning: array_flip() expects parameter 1 to be array, null given in /home/kiis/public_html/modules/mod_articles_relative/helper.php on line 42