is / en / dk

29. Mars 2017

Ársfundur Kennarasambands Íslands 2017 gagnrýnir Alþingi  harðlega fyrir að samþykkja frumvarp til laga um breytingar á lögum um Lífeyrissjóð starfsmanna ríkisins. Það hafi verið gert þvert á umsagnir bandalaga opinberra starfsmanna og fjölda stéttarfélaga. Ályktun þessa efnis var samþykkt á ársfundinum á fjórða tímanum í dag. 

Í ályktunni segir jafnframt að KÍ skuli kanna lögmæti hinna nýju laga og láta reyna á þau fyrir dómi. 

 

Ályktunin í heild hljóðar svo: 

Ársfundur Kennarasambands Íslands haldinn á Grand Hótel, Reykjavík 29. mars 2017 gagnrýnir Alþingi harðlega fyrir að samþykkja frumvarp til laga um breytingar á lögum um Lífeyrissjóð starfsmanna ríkisins (LSR) þvert gegn umsögnum bandalaga opinberra starfsmanna um málið og fjölda stéttarfélaga. 

Þingmönnum átti að vera ljóst að frumvarpið endurspeglar ekki markmið og forsendur samkomulags ríkis, sveitarfélaga og bandalaga opinberra starfsmanna frá 19. september 2016 um að réttindi núverandi sjóðfélaga yrðu jafn verðmæt fyrir og eftir breytingar á skipan lífeyrismála opinberra starfsmanna.

Ársfundurinn undirstrikar að KÍ kanni lögmæti nýrra laga um LSR og láti reyna á þau fyrir dómi. 

Tengt efni


Warning: array_filter() expects parameter 1 to be array, null given in /home/kiis/public_html/modules/mod_articles_relative/helper.php on line 35

Warning: array_flip() expects parameter 1 to be array, null given in /home/kiis/public_html/modules/mod_articles_relative/helper.php on line 42