is / en / dk

28. Apríl 2017

Tólf myndbönd þar sem farið er yfir hvernig hægt er skipuleggja fundi betur, stytta þá og gera markvissari hafa nú verið gerð aðgengileg á heimasíðu Kennarasambandsins. Myndböndin eru unnin að frumkvæði fræðslunefndar KÍ, en í könnun sem gerð var nýlega kom í ljós að kennarar sitja að jafnaði tólf til tuttugu fundi í mánuði. Mat þeirra sjálfra er að aðeins um 10 prósent fundanna séu skilvirk.

Aðalheiður Steingrímsdóttir, varaformaður Kennarasambandsins og formaður fræðslunefndar KÍ, segir að margir hafi bent nefndinni á að gagnlegt væri að láta vinna fræðsluefni um hvernig hægt væri að gera fundi bæði skilvirkari og betri. Nefndin tók að sjálfsögðu vel í þær ábendingar og síðasta vor var farið að leggja drög að slíku kennsluefni. Fræðslunefndin fékk Gunnar Jónatansson hjá ráðgjafafyrirtækinu IBT til að vinna fræðsluefnið. Í því er meðal annars farið yfir það hvenær ástæða er til að halda fundi, hver beri ábyrgð á að fundur skili árangri og hverja skal boða á fundi. Sérstök myndbönd voru einnig unnin um framkomu á fundum. 

Myndböndin eru aðgengileg hér á heimasíðu Kennarasambandsins og eru félagsmenn hvattir til að nýta sér efni þeirra.
 

Tengt efni


Warning: array_filter() expects parameter 1 to be array, null given in /home/kiis/public_html/modules/mod_articles_relative/helper.php on line 35

Warning: array_flip() expects parameter 1 to be array, null given in /home/kiis/public_html/modules/mod_articles_relative/helper.php on line 42