is / en / dk

04. Júlí 2017

Umbætur á húsnæði og aðbúnaði skiluðu bættri hljóðvist í þremur leikskólum. Breytt skipulag starfs í sömu leikskólum, svo sem er varðar matartíma, frjálsan leik og útivist, höfðu líka jákvæð áhrif á hljóðvist.

Þetta er meðal þess sem kemur fram niðurstöðum tilraunaverkefnis um bætta hljóðvist í leikskólum. Að tilraunaverkefninu stóðu Akureyrarbær, Heilbrigðiseftirlit Norðurlands eystra, Kennarasamband Íslands, Samband íslenskra sveitarfélaga, Umhverfisstofnun og Vinnueftirlitið réðust sameiginlega í haustið 2015. Markmið verkefnisins var að kortleggja hvað í starfi leikskóla veldur mestum hávaða og hvaða leiðir eru fýsilegastar til að sporna við hávaða og bæta hljóðvist í leikskólum.

Valdir voru þrír leikskólar á Akureyri; Krógaból, Lundarsel og Naustatjörn. Gerðar voru mælingar haustið 2015 og í kjölfar þeirra var ráðist í úrbætur, svo sem á húsnæði, skipulag starfsins var endurskoðað og efnt var til fræðslu um hljóðvist, hávaða, rödd og raddheilsu fyrir starfsfólk og börn leikskólanna. Haustið 2016 var mælingin endurtekin.

Fram kemur í skýrslunni að marktækur munur mældist á upplifun starfsfólks á milli mælinga. „Umbætur á húsnæði og aðbúnaði skiluðu sér mjög vel að mati starfsfólks. Eftir íhlutunina upplifði starfsfólk minni hávaða í ákveðnum rýmum (matsal), á ákveðnum tímum (matartíma, frjálsum leik), minni hávaða í húsgögnum (borðum, stólum, viftum og hurðum) og minni glymjanda í húsnæðinu. Breytingar á skipulagi, varðandi t.d. matartíma, útiveru og frjálsan leik, leiddu auk þess til þess að starfsfólk kvartaði minna undan hávaða á þeim tímum dagsins,“ segir jafnframt í kynningu á verkefninu.

Einnig kom fram að starfsmenn leikskólanna þriggja fundu helst fyrir streitu af völdum hávaða þegar unnið var með stóra hópa barna í frjálsum tímum og lögðu flestir starfsmenn til að fækkað yrði í hópum.

Samstarfsaðilar verkefnisins hafa á undanliðnum árum unnið markvisst að því að vekja athygli á mikilvægi þess að draga úr hávaða í leikskólum og grunnskólum. „Vonast samstarfsaðilar til þess að áfram verði haldið á sömu braut á næstu misserum og að sem flestir sem koma að starfi og rekstri leik- og grunnskóla geti nýtt sér verkefnið í viðleitni sinni til að draga úr hávaða í skólum með það að markmiði að bæta öryggi, líðan og starfsumhverfi barna og fullorðinna,“ segir í fréttatilkynningu hópsins.


Hljóðvist í leikskólum – lokaskýrsla á pdf-formi

 

 

Tengt efni


Warning: array_filter() expects parameter 1 to be array, null given in /home/kiis/public_html/modules/mod_articles_relative/helper.php on line 35

Warning: array_flip() expects parameter 1 to be array, null given in /home/kiis/public_html/modules/mod_articles_relative/helper.php on line 42