is / en / dk

19. Febrúar 2018

Starfsþróun kennara, skólastjórnenda og annarra fagstétta í skólum hefur verið lengi til umræðu og er talin lykilatriði til að stuðla að framförum í menntakerfinu. Menntavísindasvið Háskóla Íslands, í samstarfi við mennta- og menningarmálaráðuneytið og Kennarasamband Íslands, boðar til ráðstefnu um þetta mikilvæga mál þar sem markmiðið er að efna til samtals meðal þeirra sem koma að starfsþróun kennara og mikilvægi hennar fyrir framþróun skólastarfs.

Ráðstefnan verður haldin í húsakynnum Menntavísindasviðs fimmtudaginn 22. febrúar næstkomandi og mun standa frá klukkan 13 til 16.40. Aðalfyrirlesari verður Kari Smith, yfirmaður NAFOL og prófessor við Vísinda- og tækniháskólann í Þrándheimi. 

Haustið 2016 skipaði mennta- og menningarmálaráðherra samstarfsráð um starfsþróun kennara, skólastjórnenda og annarra fagstétta í leik-, grunn-, tónlistar- og framhaldsskólum sem í eru fulltrúar mennta- og menningarmálaráðuneytisins, Sambands Íslenskra sveitarfélaga, Menntavísindasviðs HÍ, Háskólans á Akureyri, Listaháskóla Íslands, Kennarasambands Íslands og Skólameistarafélags Íslands. Verkefni samstarfsráðsins er að útfæra tillögur fagráðs um símenntun og starfsþróun kennara sem afhentar voru mennta- og menningarmálaráðherra í mars 2016.

 • Staður: Skriða, Menntavísindasvið HÍ v/ Stakkahlíð
 • Tímasetning: 13:00–16:40 

 

Hlekkur á beint streymi frá ráðstefnunni. 


Dagskrá ráðstefnunnar

13:00 Setning ráðstefnunnar, Jón Atli Benediktsson, rektor Háskóla Íslands

13:10 Björk Óttarsdóttir, formaður samstarfsráðs um starfsþróun kennara og skólastjórnenda,  
– Starfsþróun kennara og skólastjórnenda. 

13:40 Kennarar og skólastjórnandi segja frá starfsþróunarverkefnum í þeirra skólum

 • Íris Hrönn Kristinsdóttir, verkefnastjóri þróunarverkefnis í leikskólanum Krógabóli á Akureyri og leikskólakennari
  – Málrækt og snjalltækni – Þróunarstarf í leikskóla 
 • Helgi Bragason, hljómfræðikennari og kórstjóri við Tónlistarskóla Hafnarfjarðar
  – Starfsþróun og nærsamfélagið 
 • Kristín Jóhannesdóttir, skólastjóri við Oddeyrarskóla á Akureyri
  – Lærdómssamfélag sem leið til starfseflingar 
 • Hjördís Þorgeirsdóttir, félagsfræðikennari við Menntaskólann við Sund
  – Starfendarannsóknir efla starfsþróun kennara 

14:40 Kaffi

15:00 Kari Smith, yfirmaður NAFOL (Nasjonal forskerskole for lærarutdanning) og prófessor við Norwegian University of Science and Technology í Þrándheimi, Noregi
– Stöðugt nám alla starfsævina (e. Learning throughout a professional career). Fyrirlesturinn verður fluttur á ensku. 

15:45 Umræður í sal og pallborði

Í pallborði: Björk Óttarsdóttir, fulltrúi mennta- og menningarmálaráðuneytisins, Kristín Jóhannesdóttir, fulltrúi stjórnenda KÍ, Hjördís Þorgeirsdóttir, fulltrúi kennara KÍ, Kari Smith, prófessor við Norwegian University of Science and Technology, Jóhanna Einarsdóttir, prófessor og forseti Menntavísindasviðs HÍ, Birna Svanbjörnsdóttir, lektor við Háskólann á Akureyri og fulltrúi háskólanna í samstarfsráði og Þorsteinn Hjartarson, fulltrúi Sambands íslenskra sveitarfélaga.

Þemu í pallborði

 • Hlutverk samstarfsráðs í starfsþróun – væntingar kennara og skólastjórnenda?
 • Hvert á hlutverk háskóla að vera í starfsþróun?
 • Drifkraftur og hindranir – aðstæður kennara og skólastjórnenda til starfsþróunar og hvaða stuðning vilja þeir?

16:30 Slit ráðstefnunnar, Aðalheiður Steingrímsdóttir, varaformaður KÍ

Ráðstefnustjóri: Anna Kristín Sigurðardóttir, dósent við Menntavísindasvið HÍ

Léttar veitingar að lokinni dagskrá.

Allir velkomnir á meðan húsrúm leyfir en skráning er nauðsynleg, vinsamlegast skráið ykkur HÉR

Skýrsla Fagráðs um starfsþróun kennara, sjá skilgreiningu á starfsþróun á bls. 3

Ráðstefnunni verður streymt

Viðburðurinn á Facebook
 

 

Tengt efni