is / en / dk

09. Febrúar 2018

Frestur til að bjóða sig fram til stjórnar Félags stjórnenda leikskóla rennur út á miðnætti næstkomandi sunnudag, 11. febrúar.

Atkvæðagreiðsla í stjórnarkjöri fer fram dagana 7. til 12. mars næstkomandi. Kjörtímabilið er fjögur ár, frá aðalfundi FSL í maí næstkomandi og til ársins 2022. Kosnir verða sjö fulltrúar; fjórir aðalmenn og þrír varamenn. 

Í önnur trúnaðarstörf verður kosið á aðalfundi FSL í maí næstkomandi. Óskað er eftir framboðum í þessi embætti. 

 • 5 fulltrúa í samninganefnd (3 aðal og 2 vara). Kosið á aðalfundi
 • 3 fulltrúa í skólamálanefnd (2 aðal og 1 vara). Kosið á aðalfundi
 • 5 fulltrúa í framboðsnefnd (3 aðal og 2 vara). Kosið á aðalfundi
 • 5 fulltrúa í kjörstjórn (3 aðal og 2 vara). Skipað á aðalfundi
 • 2 fulltrúa í stjórn vísindasjóðs (1 aðal og 1 vara). Skipað á aðalfundi
 • 3 skoðunarmenn reikninga (2 aðal og 1 vara). Kosið á aðalfundi  

Allir frambjóðendur (líka þeir sem eru í trúnaðarstörfum núna og hyggjast gefa kost á sér aftur) skulu senda póst á frambodsnefndfsl@ki.is.

Í skráningu skal koma fram:

 • Nafn
 • kennitala
 • starfsheiti
 • vinnustaður
 • Mynd af viðkomandi þarf að fylgja í viðhengi.

Framboðsnefnd Félags stjórnenda leikskóla skipa Hugrún Sigmundsdóttir, Ingunn Ríkharðsdóttir og Aðalheiður Björk Matthíasdóttir. 

Tengt efni