is / en / dk

13. Febrúar 2018

Níu bjóða sig fram til stjórnar Félags stjórnenda leikskóla. Rafræn atkvæðagreiðsla fer fram dagana 7. til 12. mars næstkomandi.

Kjörtímabilið er fjögur ár, hefst á aðalfundi FSL í maí næstkomandi og stendur til aðalfundar árið 2022. Kosnir verða sjö fulltrúar í stjórn; fjórir aðalmenn og þrír varamenn. 

Frambjóðendur til stjórnar eru: 

  • Guðný Anna Þóreyjardóttir, leikskólastjóri í leikskólanum Austurkór, Kópavogi
  • Gyða Guðmundsdóttir, leikskólastjóri í leikskólanum Borg, Reykjavík
  • Halldóra Guðmundsdóttir, aðstoðarleikskólastjóri í leikskólanum Drafnarsteini, Reykjavík
  • Hildur Arnar Kristjánsdóttir, aðstoðarleikskólastjóri heilsuleikskólans Hamravalla, Hafnarfirði
  • Hulda Jóhannsdóttir, leikskólastjóri Heilsuleikskólanum Króki, Grindavík
  • Jónína Hauksdóttir, skólastjóri leikskólans Naustatjarnar, Akureyri
  • Lena Sólborg Valgarðsdóttir, aðstoðarleikskólastjóri leikskólans Miðborgar, Reykjavík
  • Sigrún Jónsdóttir, leikskólastjóri leikskólans Urðarhóls, Kópavogi
  • Vigdís Guðmundsdóttir, aðstoðarleikskólastjóri leikskólans Rjúpnahæðar, Kópavogi

 

Kosið verður í önnur trúnaðarstörf innan FSL á aðalfundi félagsins á vordögum; svo sem samninganefnd, skólamálanefnd, framboðsnefnd, kjörstjórn, fulltrúa í stjórn Vísindasjóðs og skoðunarmenn reikninga. Þeir sem hyggjast gefa kost á sér í þessi embætti eru beðnir að senda tilkynningu þess efnis á netfangið frambodsnefndfsl@ki.is. Í tilkynningu skal koma fram nafn, kennitala, starfsheiti, vinnustaður og mynd af viðkomandi. 

 

Tengt efni