is / en / dk

13. Febrúar 2018

Rafræn allsherjaratkvæðagreiðsla um kosningu í stjórn Félags leikskólakennara hófst klukkan 9:00 í morgun. Atkvæðagreiðslunni lýkur klukkan 14:00 föstudaginn 16. febrúar. Atkvæðisrétt hafa allir féalgsmenn Félags leikskólakennara samkvæmt félagatali KÍ. 

Frambjóðendur til stjórnar eru: 

  • Hanna Berglind Jónsdóttir
  • Hanna Rós Jónasdóttir
  • Helga Charlotte Reynisdóttir
  • Hulda Þorbjörg Stefánsdóttir
  • Jakobína Rut Hendriksdóttir
  • Laufey Heimisdóttir
  • Sigurlaug Einarsdóttir
  • Sveinlaug Sigurðardóttir
  • Sverrir Jensson Dalsgaard

Kynning á frambjóðendum. 

Um atkvæðagreiðsluna

Atkvæðagreiðslan fer fram á Mínum síðum á www.ki.is Hægt er að greiða atkvæði í hvaða nettengdri tölvu sem er. Kjósendur þurfa að skrá sig inn á Mínar síður með Íslykli eða Rafrænum skilríkjum. Þeir sem ekki eru komnir með Íslykil geta pantað hann með því að smella á hnappinn Mig vantar Íslykil sem er á innskráningarsíðunni.

Þegar komið er inn á Mínar síður sést kosningin. Smelltu á Kosning í stjórn FL 2018 og þá birtist atkvæðaseðillinn. Merktu við þá frambjóðendur sem þú vilt kjósa í stjórn FL.Smelltu að lokum á flipann Kjósa og þá birtist eftirfarandi texti til að staðfesta að atkvæði hafi verið greitt: Atkvæði þitt hefur verið móttekið. Ef þú vilt fresta því að greiða atkvæði skaltu smella á: Hætta við kosningu. 

 

Tengt efni