15. Febrúar 2018
Orlofssjóður KÍ opnar fyrir bókanir á sumarhúsum og íbúðum á Spáni næstkomandi föstudag, 16. febrúar. Hægt verður að bóka frá og með klukkan 18.00.
Þetta sumarið eru fimm eignir á Spáni í boði; þrjú raðhús og tvær íbúðir nálægt Alicante. Allar nánari upplýsingar er að finna á Orlofsvefnum.
Opnað verður fyrir bókanir innanlands í marsmánuði.
-
Mánudagur 19. mars kl. 18:00 – þeir sem eiga 300 punkta eða fleiri
-
Þriðjudagur 20. mars kl. 18:00 – þeir sem eiga 100 punkta eða fleiri
-
Miðvikudagur 21. mars kl. 18:00 – þeir sem eiga 1 punkt eða fleiri
-
Fimmtudagur 22. mars kl. 18:00 – þeir sem eiga 0 til -23 punkta og FKE félagar*
-
Mánudagur 4. júní kl. 18:00 – flestum húsum sem ekki hafa leigst breytt í flakkara
*Félagsmenn FKE geta bókað ef þeir eiga punkta
Þá eru félagsmenn hvattir til að kynna sér ýmsa aðra orlofskosti sem eru í boði.
-
Útilegu-, Veiði- og Golfkort niðurgreidd af OKÍ.
-
Hótelmiðar – Hver félagsmaður á rétt á að kaupa fimm niðurgreidda hótelmiða á ári.
-
Flugávísanir: Icelandair og WOW air – Hver félagsmaður á rétt á að kaupa fjögur niðurgreidd gjafabréf á ári. Að auki býðst félagsmönnum að kaupa flugávísanir frá Icelandair, Air Iceland Connect og Flugfélaginu Erni á afsláttarverði án punktafrádráttar.
-
Gönguferðir: Hægt að framvísa reikningi/kvittun frá viðurkenndum ferðaþjónustuaðila og fæst þá 15% endurgreiðsla fyrir félagsmann, þó að hámarki kr. 7.500.
ORLOFSVEFUR KÍ