is / en / dk

22. Feb. 2018
22. Febrúar 2018

Opinn fundur með frambjóðendum til formanns og stjórnar Félags framhaldsskólakennara verður haldinn í Gerðubergi fimmtudaginn 22. febrúar. Fundurinn hefst stundvíslega klukkan 20.00. 

Frambjóðendur til formanns FF, Guðmundur Björgvin Gylfason og Guðríður Arnardóttir, munu ávarpa fundinn og síðan verða umræður með þátttöku gesta í sal. 

Frambjóðendur til formanns kynna sig og stefnumál sín hér. 

Að loknum umræðum formannskandidatanna munu frambjóðendur til stjórnar FF stíga í pontu og kynna sig í stuttu máli. Kynningar frambjóðenda til stjórnar eru hér. 

Fundarstjóri verður Þórhallur Gunnarsson og verður fundurinn sendur út á netinu, á vef Netsamfélagsins

Félagar í FF eru hvattir til að sækja fundinn, heyra hver eru helstu hitamál frambjóðenda og beina spurningum til þeirra. 

UPPFÆRT 26. FEBRÚAR 2018:

Upptaka frá kynningu frambjóðenda til formanns FF

Upptaka frá kynningu frambjóðenda í stjórn FF

Tengt efni