is / en / dk

28. Febrúar 2018

Félag grunnskólakennara, í samstarfi við Skólastjórafélag Íslands, hefur gefið öllum grunnskólum landsins bókina Kapphlaup þjóðanna um menntun – vangaveltur um PISA-kannanir og alþjóðleg próf. Höfundar bókarinnar eru Sam Sellar, Greg Thompson og David Rutkowski en FG lét þýða bókina undir lok síðasta árs. 

Í Kapphlaupi þjóðanna er að finna upplýsandi samantekt um PISA sem sett er fram á líflegan og aðgengilegan hátt. Bókin er ætluð kennurum, skólastjórnendum, foreldrum og þeim sem vinna að stefnumótun í menntamálum. 

Ísland er sem kunnugt er þátttakandi í PISA-rannsókninni sem ætlað er að meta hæfni og getu 15 ára nemenda í lestri, náttúrufræði og stærðfræði. PISA-könnunin verður lögð fyrir í skólum landsins á tímabilinu 12. til 23. mars og 3. til 13. apríl 2018. Yfir 80 þjóðir taka þátt í PISA, þar af 34 aðildarríki OECD. 

Tilgangur PISA-könnunarinnar: 

  • meta frammistöðu nemenda í lesskilningi, stærðfræði og náttúruvísindum.
  • safna upplýsingum um viðhorf nemenda og áhuga
  • meta færni á formlegan hátt t.d. þrautalausnir
  • meta aðra hæfni eins og til dæmis getu til samvinnu við þrautaúrlausnir
  • meta aðra mikilvæga hæfni sem er til dæmis tengd almennri færni, sköpunargáfu og frumkvæði
  • skoða hvernig nemandinn beitir þekkingu og færni og til að greina, rökstyðja og miðla upplýsingum á skilvirkan hátt á meðan þeir skoða, túlka og leysa verkefni.

Á vef Menntamálastofnunar er að finna ítarlegar upplýsingar um PISA

Frétt um bókina á vef KÍ.

 

 

 

 

Tengt efni