is / en / dk

28. Febrúar 2018

Lokahátíð Nótunnar verður haldin með pomp og prakt á sunnudaginn kemur í Eldborgarsal Hörpu.

Á efnisskrá tvennra tónleika eru 24 tónlistaratriði sem hafa verið valin á svæðistónleikum Nótunnar út um land. Á lokaathöfn kl. 16:30 verða veittar viðurkenningar og valnefnd útnefnir besta atriði Nótunnar 2018. Efnisskráin gefur fyrirheit um góða uppskeru og skemmtun – allir velkomnir í Hörpu!

Efnisskrá lokahátíðar má sjá hér.

Dagskrá lokahátíðar:

  • Kl. 12:00 Tónleikar I
  • Kl. 14:00 Tónleikar II
  • Kl. 16:30 Lokaathöfn, afhending viðurkenninga og verðlaunagripa

Ávarp: Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri
Kynnir: Elín Anna Ísaksdóttir, fagstjóri við tónlistardeild Listaháskóla Íslands

NÁNARI UMFJÖLLUN Á VEF NÓTUNNAR. 


 

Tengt efni